Höfundur: Bubbi Morthens
Ljósmyndir: Einar Falur Ingólfsson
Hönnun kápu og bókar: Jón Ásgeir Hreinsson
ISBN: 978-9935-418-75-3
160 bls. Útgefandi: Salka forlag 2011
Bubbi hefur átt ótal dýrmætar stundir við ár og vötn ásamt fjölskyldu sinni og góðum félögum. Hér kallar hann fram eftirminnilega atburði, glímu við silung í Meðalfellsvatni og átök við stórlaxa í ám víða um land. Hann segir sögur sem hrífa lesandann alla leið fram á árbakkann og Einar Falur Ingólfsson styður við frásögnina með óviðjafnanlegum ljósmyndum af fiskum og náttúrunni.
Bubbi staldrar við í Kjósinni, Rangánum, Norðlingafljóti, Grímsá, Kjarrá, Miðfjarðará, Hítará, Norðurá, Langá, Vatnsdalsá, Stóru Laxá í Hreppum, Hofsá og Laxá í Aðaldal.
Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?