Main Header

Image
Tvær fyrstu plöturnar voru smellir

Það er ekki úr vegi að fjalla hér svolítið um Egóið í kjölfar þess að sveitin er um þessar mundir að senda frá sér nýja breiðskífu. Líkt og á fyrri plötum sveitarinnar standa þeir hálfgildings bræður Bubbi og Beggi þar hvað fremstir í flokki, meðal jafningja þó. Allt frá því Egónafnið var endurreyst hefur hún í hugum aðdáenda verið borin saman við þá sveit manna sem komu fram undir Egónafninu á árunum 1981-1984. Jafn fáránlegt og það virðist eru fordómum mannsins engin takmörk sett og fullyrðingar oft settar fram í algeru hugsanaleysi. Verður undirritaður einnig að taka á sig sök í því líkt og aðrir. Ósjaldan hafa heyrst fullyrðingar á borð við þá að líkja Egóinu nú saman við ,,Gamla", Egóið og að ,,nýja” Egóið eigi ekkert skylt við ,,gamla” Egóið. En hvað var ,,gamla” Egóið? Einu raunverulegu og aðgengilegu heimildirnar um þá hljóðlega séð eru þær þrjár plötur sem út komu á árumum 1982 og 1984. Á þessum plötum er sveitin aldrei sama sveitin það er liðsskipan er aldrei sú sama á neinni þeirra þriggja platna sem gefnar voru út. Því fyrir utan þá bræður Bubba og Begga komu menn og fóru ef frá er skilinn Tómas M. Tómasson sem upphaflega kom að sveitinni sem upptökustjóri og aðstoðaði þá við endanlegar útsetningar þeirra laga sem á plöturnar fóru, auk þess að leggja til spilamennsku. Á þessum tíma bjó Tómas yfir getu og reynslu sem nýttist hinum ungu piltum í Egóinu vel. Í dag er aftur á móti vel yfir 100 ára reynsla í spilamennski upptökum og útsetningum innan þessarar sveitar og menn ekki eins tímabundnir af því að taka meðulin sín og áður, það er að alsgáðir menn með þessa reynslu og langan tíma eru vel færir um að annast verkið sjálfir að stórum hluta. En horfum aftur til ársins 1982.

Image
26 sólóplötur

Sólóferill Bubba er einstakur í íslenskri tónlistarsögu. Líklega á engin slíka útgáfusögu sem hann þegar litið er á fjölda platna á ferlinum. Reglulega hefur okkur borist fyrirspurnir um hve margar sólóplötur Bubbi hafi sendt frá sér. Hér fyrir neðan má sjá lista annars vegar yfir hljóðversplötur með nýju efni og svo aftur á móti  aðrar plötur. 

Væntanleg plata Bubba Þorpið verður hans 26 sóóplata samkvæmt okkar talningu.Flestar platna hans hafa verið endurútgefnar, misoft og í mismunandi útgáfuformum. Þó nokkur fjöldi með aukaefni sem ekki er að finna á frumútgáfum platnanna.

Í ár eru liðin heil 30 ár frá því eitt af meistaraverkum íslenskrar tónlistarsögu kom út. Við erum að sjálfsögðu að tala um plötu Egósins – Breyttir tímar. Í þessum pistli sem er fyrri hluti tveggja þar sem við beinum kastljósinu að þessari plötu er ætlunin að rekja sögu Bubba og sveitarinnar fram að útkom hennar. Í seinni hlutanum verður svo farið yfir efni plötunnar. Við sleppum þó að minnast á ýmsa minniháttar tónleika sem litlu skipta fyrir söguna sem slíka

En skoðum nú söguna.

 

Image
Sálartónlist Bubba 2011

Bubbi sagði frá því í viðtali að textarnir við sum laganna á Ég trúi á þig hefðu þróast úr því að vera reiðilestur yfir í lofsöng um ástina og lífið. Eins og fleiri Íslendingar hefur hann ákveðið að taka fókusinn af kreppusoranum og færa hann yfir á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Góð ákvörðun. Fyrir vikið er þetta jákvæð og upplífgandi plata. Fín í sumarið og sólina.
Niðurstaða: Fjölbreytt og vel heppnað ferðalag inn í heim sálartónlistarinnar.

(Trausti Júlíusson Vísir.is 22.6.2011)

Við fengum forsmekkinn af sálarplötu Bubba með laginu Sól á safnplötunni Sögur af ást, landi og þjóð sem kom út árið 2010. Bubbi hafði um tíma gengið með hugmynd að sálarplötu í kollinum og reyndar stungið á því kýli að litlu leyti á plötunni Fjórir naglar en þar sem finna tvö lög sem flokka má undir sálartónlistina.

ImageBubbi hefur unnið tvær heilar plötur sem innihalda lög sem aðrir hafa flutt áður. Þetta eru plöturnar Í skugga Morthens þar sem Bubbi söng lög sem Haukur Morthens hafði gert fræg á sínum tíma og síðar söng Bubbi inn plötu með lögum Bellmanns við gítarundirleik Gumma P. En Bubbi hefur sungið fleirri lög sem eiga það sammerkt að vera eftir aðra og komið út á plötum áður en Bubbi flutti þau.

Til eru þeir aðdáendur sem hafa gaman af að pikka upp þessi lög og safna þeim saman. Hér höfum við  listað upp þeim helstu í þessum flokki.  ásamt upplýsingum af hvaða plötum þau eru upprunin. En aðeins þeim lögum sem Bubbi syngur aðalrödd. Því höfum við sleppt lögum á boð við Ég bið að heilsa með Bubba og Megasi og Ég er kominn heim sem Björn Jörundur syngur með Bubba. sem og öðrum lögum þar sem Bubbi leggur jafnvel enn minna til söngs en í þessum tveim lögum.  Þetta er ekki slæmur playlisti fyrir Bubbaaðdáendur á góðu kvöldi

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.