Main Header

LAGALEIT

PLÖTULEIT

Arfur

Skífan (10. október 1998)
Description

Lög

  1. Láttu sem þú sofir
  2. Hvert fer fólkið
  3. Færeyings þula (Kidda)
  4. Gluggagægir
  5. Í nafni frjálshyggju og frelsis
  6. Þeir fenggu fiskinn í arf
  7. Vandi er um að spá
  8. Jesús Pétur Kiljan hin heilaga jómfrú og aumingja ég
  9. Þú veist það núna (Englar alheimsins)
  10. Þú og ég
  11. Myndir frá hinni hlið lífsins
  12. Fagrar heyrði ég raddirnar
  13. Ísaðar gellur
  14. Er því best
  15. Stimpilklukkupabbar 

{xemp3botv2}skin2.png|false|224|64|Smelltu á PLAY|0|0xFFFFFF|0xFFCC33|media/audio{/xemp3botv2}

Flytjendur

Bubbi Morthens: Söngur, gítar, munnharpa ; Gunnlaugur Briem: Ásláttur ; Gunnlaugur Guðmundsson: Kontrabassi.

Upptökur fóru fram dagana 6-8 ágúst 1998 í Stúdíó Sýrlandi. Útsetningar: Bubbi Morthens ; Upptaka og hljóðblöndun: Óskar Páll Sveinsson

Nóta úr umslagi plötunnar

Í Íslenskum gátum, skemmtunum, vikivökum og þulum sem Ólafur Davíðsson gaf út í fjórum bindum á árunum 1887 til 1903 er að finna fjársjóð fyrir þá sem hafa áhuga á Íslenskum alþýðu-skáldskap. Skáld hafa lengi sótt í þennan sjóð, til dæmis ljóðskáldin sem voru ung fyrir hundrað árum, Hulda, Jóhann Sigurjónsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson. Ég hef fetað í fótspor þeirra og tekið traustataki hendingar og viðlög úr þessum gömlu kvæðum, breytt þeim og sniðið að mínum þörfum. Áhrif frá þeim má víða sjá í textum á þessari plötu og við eitt kvæðið hef ég gert lag og notað það í heilu lagi. Það er kvæðið um tröllið á glugganum sem ég nefni ,,Gluggagægi"

Þessi kvæði og þulur eru löngu orðin almenningseign og ég kvet alla sem lesa þessar línur til að kynna sér þennan menningar arf og skila honum áfram svo hann gleymist ekki

Bubbi Morthens

Vinsældalistar

#10. sæti MBL - Tónlistinn (6.11.1998) 2. vikur á topp 10 ; 7. vikur á topp 20*
* Fyrsti Tónlistinn var birtur 20.11.1998 og eru upplýsingar fengnar frá honum. En hann hafði verið prufukeyrður án birtingar um tíma. En nokkuð var þá frá liðið síðan DV hætti að byrta sýna lista yfir best seldu plöturnar.

Útgáfusaga

CD Skífan (10. október 1998 Dig pack, takmarkað upplag)
CD Skífan (10. október 1998)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.