Lög - Flytjandi lags
Athugasemd
Aðeins eru listuð þau lög plötunnar sem Bubbi er skráður fyrir flutningi á, en hann kemur við sögu í fleiri lögum verksins.
Höfundur sögunnar, Howard Ashman, segir hér söguna af munaðarleysingjanum og bókaorminum Baldri sem fær vinnu og húsaskjól hjá herra Markúsi í gömlu, þreyttu blómabúðinni hans. Tónlist þessa verks er eftir Alan Menken. Jón Ólafsson sá um tónlistarstjórnina í þessari uppfærslu sem sýnd var í Íslensku Óperunni. Meðal þeirra sem fóru með stórt hlutverk í sýningunni má nefna Ara Matthíasson, Bubba Morthens, Eggert Þorláksson, Heru Björk Þórhallsdóttur, Regínu Ósk Óskarsdóttur og Selmu Björnsdóttur. Leikstjóri sýningarinnar var Ken Oldfield. Þess má geta í lokin að Bubbi var í hlutverki plötunnunar ógurleguí sýningunni.
Leikfélag Reykjavíkur var annað atvinnuleikfélagið sem sýndi Litlu hryllingsbúðina. Frumsýnt var 4. júní 1999 í Íslensku óperunni. Að þessu sinni var það Gísli Rúnar Jónsson sem þýddi og staðfærði verkið, en áfram var notast við söngtexta Megasar. Sýningin var 468. verkefni Leikfélags Reykjavíkur. Sýningar urðu samtals 66 og sýningargestir urðu 29.603 Leikstjóri var Kenn Oldfield.
{xemp3botv2}skin2.png|false|224|64|Smellið á PLAY|0|0xFFFFFF|0xFFCC33|media/audio{/xemp3botv2}
Flytjendur laga
Hljómsveit sýningarinnar skipuðu: Jón Ólafsson: Hljómborð og tónlistarstjóri ; Karl Olgeirsson: Hljómborð ; Jón Elvar Hafsteinsson: Gítar ; Friðrik Sturluson: Bassi ; Jóhann Hjörleifsson: Trommur, slagverk ; Bubbi Morthens Söngur
Útgáfusaga
CD Skífan (júní 1999)
Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK?