Lag og texti: Bubbi Morthens
Hve þungt er yfir bænum,
sem er svartur, leiður.
Ungt birki í húsagörðum
með rotin lauf, tóm hreiður.
Dallurinn í slipp, ég er snauður,
túrinn bölvað flipp, enginn auður.
Aldrei skal ég aftur út á ballarhaf
fyrr en flotinn orðinn er rauður.
Víxlar bíða brosandi heima á borðum,
horfnar allar mublurnar.
Konan kvaddi mig með fáum orðum
kannist þið við rulluna.
Hversu dásamlegt er að vera sjómaður,
sannur Vesturbæingur.
Léttfríkaðir mávar syngja óð í eyru,
ertu ekki ánægður,
ertu ekki ánægður,
ertu ekki ánægður.
Já sjómannslífið er sönn rómantík,
aldrei bræla, þú þarft enga skjólflík
nóg af bleðlum, kem í Reykjavík
og þú munt enda sem sjórekið lík
og þú munt enda,
enda sem sjórekið lík.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum