Main Header

2004

febrúar 2004 bárust fréttir þess efnis að Egoið kæmi saman á ný, ekki var í upphafi ljóst hvaða liðskipan yrði á sveitinni en líklegast var þar um Magga trommara og síðan var á huldu hver bassaleikarinn yrði. Síðar kom í ljós að um endurreisn sveitarinnar var að ræða ekki endurkomu þeirrar sveitar sem kvatt hafði með sinni þriðju og síðust plötu árið 1984. Menn biðu því spenntir eftir hver liðskipanin yrði og voru uppi ýmsar getgátur í þeim efnum. 
 

febrúar 2004 Bubbi byrjar að semja efni á nýja plötu sem ætlunin var að yrði kassagítarplata, en Bubbi hafði áður verið að gæla við þá hugmynd að vinna barnaplötu á árinu. Einnig var í myndinni að vinna tónleikaplötu. Engin endanleg ákvörðun lá því fyrir hvernig platan yrði. Það var því efnið og efnistökin sem réðu ferðinni, frekar en að Bubbi setti sig í einhvern ákveðinn gír hvað plötuna varðaði.
 
apríl 2004 Bubbi lauk upptökum nýrrar plötu sem koma átti út fyrir jólin 2004.
 
6. maí 2004 var mastera nýtt lag með Bubba og Bang Gang sem fékk heitið Fallegur dagur, í Stúdíó Írak en áformað var að þeir ynnu saman plötu árið 2005.
 
13. maí 2004 byrjar Egoið æfingar.
 
Maí 2004 Seinnihluta mánaðarins hefst árleg tónleikaferð Bubba um landið, um líkt leyti fer nýtt lag með Bubba að óma í eyrum landsmanna sem þegar fékk viðurnefnið Fjölmiðlalagið, enda auðheyrt að þar var á ferð mótmælasöngur við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög á fjölmiðla, án nokkurar umræðu það að lútandi.
 
Júní 2004 hófst skráning í aðra Idolkeppni og mátti heyra í umræðunni. Bubbi fer í myndatökur vegna þess ásamt öðrum dómurum, þeim Siggu Beinteins og Þorvaldi. Auk þess sem Papar senda frá sér stök lög af væntanlegri Tribute plötu sem inniheldur lög Bubba Morthens.
 
14. júní 2004 Fjölmiðlalagið svonefnda kemur út á smáskífu undir heitinu Frelsið í hættu, einu sinni enn. Lagið er eftir Country Joe & Fish og varð frægt er hann flutti það á Woodstock hátíðinni frægu og var mótmælasöngur gegn Víetnamstríðinu. Lagið heldur gildi sínu því enn er það nýtt í baráttu góðra málefna.
 
28. júní 2004
kom út Svona er sumarið 2004 sem inniheldur lagið Fallegur dagur sem Bubbi vann í samstarfi við Barða í Bang Gang. Lagið fékk góðar viðtökur sem sást m.a. vel á viðbrögðum fólks við laginu á vefsvæðinu Tónlist.is Þá kemur fram í viðtölum að Bubbi sé með bók í smíðum sem væntanleg sé á árinu.
 
2004072929. júlí 2004 mættu Maggi og Bubbi í viðtal á Stöð 2 í þættinum Ísland í dag og Hljómsveitin Ego lék í beinni lagið Fjöllin hafa vakað. Þetta var fyrsta opinberun nýju uppstillingu sveitarinnar. En sveitin var skipuð: Bubbi Morthens söngur, Jakob Magnússon bassi, Magnús Stefánsson trommur, Hrafn Thoroddsen orgel og Einar Þór Jóhannsson gítar.
 
Ágúst 2004 Verslunarmannahelgin og Ego mætti á Þjóðhátíð sem eitt aðalnúmer hátíðarinnar það árið en Árna Johnsen stjórnaði nú brekkusöng á ný eftir tímabundna fjarveru.
 
21. ágúst 2004 er efnt til Menningarnætur í Reykjavík þar sem haldnir eru stórtónleikar á Hafnarbakkanum. Meðal þeirra sem þar koma fram er Ego. Þar sem endalaust mannhaf syngur með Bubba og félögum. Uppákomunni er útvarpað er í beinni á Rás 2.
 
200410011. október 2004 fyrsti þáttur Idolsins sýndur á Stöð 2. Sama dag og Kalli Bjarni sem sigrað hafði fyrstu Idolkeppnina gaf út plötu sína. Sama kvöld héldu Ego tónleika á Nasa sem og kvöldið eftir. Húsfylli var og rúmlega það. (mynd: Egóið í kjallara Nasa 1. okt, Bubbi.is/Bárður Örn Bárðarson).

7. október 2004 kom sólóplatan Tvíburinn út.

8. október 2004 Blindsker - Saga Bubba Morthens frumsýnd í Smárabíói. Myndinni vel tekið og talað um tímamót i sögu heimildamynda hér á landi. Sama kvöld var sýndur á Skjá einum þáttur um tilurð myndarinnar þar sem sýnd voru brot úr myndinni og rætt við aðstandendur hennar.

9. október 2004 Morgunblaðið byrtir frétt þess efnis að Egóri eigi aðeins eftir að spila tvenna tónleika áður en þeir fari í hvíld. Bubbi vilji ekki ofgera Egónafninu. Áætlað sé að sveitin setji saman efni fyrir plötu sem tekin verði upp með vorinu. Þeir hafi frá því sveitin kom saman haldið ferna tónleika og spilað fyrir 90.000 manns (m.a. á Hafnarbakkanum á Menningarnótt)
 
 
21. október 2004
hafði verið áformað að Bubbi héldi tónleika sem sendir yrðu út í mynd á netinu af tónlist.is en þeir voru blásnir af um mánaðarmótin september - október. Bubbi vildi heldur leggja áherslu á eigin útgáfutónleika.
 
16 nóvember 2004 Blindsker - Saga Bubba Morthens hlýtur Edduverðlaunin í flokki Heimildamynd ársins. Enda hafði hún slegið öll aðsóknarmet og var orðin langmest sótta heimildamynd íslenskarar kvikmyndarsögu.
 
2004_12_011. desember 2004 Tónleikar Bubba í Stapanum þóttu vel heppnaðir. Eins og við var að búast var leikið efni af nýútkominni plötu -  Tvíburanum. Bubbi var í hörkuformi og sagði sögur milli laga eins og honum einum er lagið.
 
23. desember 2004 Árlegir Þorláksmessutónleikar Bubba fara fram á Nasa við Austurvöll og eru í beinni útsendingu á Bylgjunni.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.