Main Header

2003

27. febrúar 2003 kom Bubbi fram á bæði Bylgjunni og Rás 2. og kynnti væntanlega tónleikaröð á Hótel Borg. Þar sem ætlunin var að bjóða upp á kvöldverð og tónleika. Bubbi flutti nokkur lög á báðum stöðvunum meðal annar nýtt lag sem bar vinnuheitið Fyrirgefðu og var síðar notað á sólóplötu hans þetta ár.

28 febrúar 2003 hóf Bubbi tónleikaröð á Hótel Borg þar sem matargestum er boðið upp á kvöldverð og ljúfa tónleika. 
 

200304033Apríl 2003 Bubbi hljóðritar nýja plötu sem hlaut titlinn 1000 kossa nótt og var einnig gert myndband við samnefnt lag. (á myndinni má sjá Bubba ásamt bakraddarsöngvurum við upptökur í Stúdíó Sýrlandi)
 

15. apríl 2003 voru auglýsir tónleikar Bubba í Safnaðarheimilinu Sandgerði en alllangt var þá um liðið frá því Bubbi hafði komið fram á tónleikum í þeim bænum.
 

26. apríl 2003 Tolli, bróðir Bubba er gestur í Laugardavkvöld með Gísla Martein. Bubbi kemur þar óvænt og þeir bræður syngja saman.
 

Maí 2003 Nýtt íslenskt vefsvæði er opnað tónlist.is. Bubbi mætir í Stúdíó Sýrland og spilar nokkur lög við opnunina. Við það tækifæri var formlega selt fyrsta lagið af síðunni sem var lag af væntanlegri plötu Bubba.
 

Júní 2003 sendu Paparnir frá sér nýja plötu – Þjóðsaga þar syngur Bubbi lagið Það skrifað stendur. Um líkt leiti kom út Íslandslög 6 þar sem Bubbi syngur lag Hallbjargar Bjarnadóttur Vorvísa.
 

Júlí 2003 hóf Jón Ólafsson að vinna að gera plötunnar Íslensk ástarljóð sem Steinsnar gaf út. meða laga þar er lagið Þér konur og hafði Jón hugmyndir um að fá Bubba til að syngja þetta lag. Af því varð ekki og eins og allir vita söng Björn Jörundur söngvari Nýdanskrar lagið.
 

September 2003 Stöð 2 byrjar sýningar á Pop Idol keppninni á Íslandi. Dómarar eru Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni. Skemmst er frá að segja að þættirnir slóu í gegn og voru á hvers manns vörum. Og þótti Bubbi einna litríkastur dómaranna. Harður, allt að óvæginn en um leið réttlátur. Á sama tíma hóf Bubbi árlega hringferð sín um landi og kynnti þar efni nýrrar plötu.

15. september 2003 Bubbi byrjar hausttónleikaferð sína á Skagaströnd. Ferð hans stóð út septebmer og aftur frá 12-18 nóvember. Meðal efnis á prógramminu voru lög af væntanlegri plötu 1000 kossa nótt 

2003092424. september 2003 Bubbi með tónleika á Þingeyri. Þar sem hann tekur nokkuð af lögum væntanlegrar plötu 1000 kossa nótt.
 

9. október 2003 Plata 1000 kossa nótt kemur út og viðtökur almennings í raun stórmerkilegar þar sem platan rann út eins og heitar lummur. og þann 9. október bauð Bubbi til útgáfuveislu í vinnustofu Tolla bróður síns í Gamla Ísbirninum á Nesinu. Platan 1000 kossa nótt fékk frábærar viðtökur og þegar upp var staðið var platan í hópi söluhæstu platnanna ársins.
 

30. október 2003 efndi Bubbi til útgáfutónleika á Nasa. Hluti tónleikanna var sendur út á netinu gegnum vefsvæðið tónlist.is. Tónleikarnir þóttu með flottara móti þetta árið og enn ein skrautfjöður í hattin að mati margra gestanna á Nasa þetta kvöld
 

23. desember 2003 Árlegir þorláksmessutónleikar Bubba á fóru fram á Nasa og útvarpað á Bylgjunni í þriðja sinn og öllum ljóst að Bubbi var þangað kominn til að vera.
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.