Main Header

2005

2005_02_2828.febrúar 2005 var Bubbi fyrstur íslenskra tónlistarmanna til að undirrita viðskiptasamnin er varðar STEFgreiðslur fyrir tónlist. Samningurinn sem Bubbi gerir við Sjóvá-Almennar fyrir milligöngu Íslandsbanka var til 10 ára og gengur í megindráttum út á að Bubbi fékk eingreiðslu við undirritun og í staðin fékk Sjóvá-Almennar Stef-greiðslur Bubba næstu tíu árin. Slíkir samningar höfðu verið velþekktir meðal stórra nafna erlendis en með þessum samningi var brotið blað hér á landi. Samningurinn rýrir á engan hátt höfundarétt Bubba, heldur er hér fyrst og fremst um framsal tekna að ræða sem þær mynda. Nokkurs misskylning gætti meðal almennings sem héldu að Bubbi hefi selt höfundarrétt sinn en svo var ekki.
 

15. febrúar 2005 var hafist handa við undirbúning að afmælisútgáfu þriggja platna og ætlunin að þær yrðu veglegar með aukaefni en þetta eru plöturnar Ísbjarnarblús, plata Utangarðsmanna Geislavirkir sem báðar eiga 25 ára afmæli á árinu og loks Kona sem Bubbi gerði 1985 og því 20 ára þann 6. júní 2005. Auk þeirra var þriðja og síðasta Egoplatan sem kom fyrst út 1984 sett á útgáfulista ársins. Útgáfufyrirtæki Bubbi fékk Bárð Örn Bárðarson sér til aðstoðar við verkið en hann hafði áður unnið að gerð safnplatna sem tengdust Bubba t.d. Sögurplöturnar, Ego og Utangarðmanna-safnplöturnar.
 

1. apríl 2005 hélt Bubbi til Suður-Frakklands þar sem þeir félagar Bubbi og Barði hófu að mixa efni sem hafði þegar hljóðritað hér heima í mars, m.a. lagið Þú sem fór í spilun á sama tíma og Bubbi hélt utan. Þá voru einnig ný lög tekin upp ytra. enda þá komnar tvær plötur á teikniborðið sem áætlað var að kæmu út sumarið 2005. Meðan Bubbi er úti hefst uppfærsla á Bubbi.is en síðan hafði legið hjá garði um langa hríð. Bubbi skrifar inn á spjallið á síðunni og flytur hörðum aðdáendum fréttir af gangi mála á sama tíma og hann hafnaði viðtölum við blaðamenn hér heima samkvæmt Rás 2.
 

29. apríl 2005 buðu Sena, útgáfufyrirtæki Bubba og Bubbi nokkrum völdum að mæta í Stúdíó Sýrland í Hafnarfirðii (áður Hljóriti) og forhlusta á tvær plötur sem Bubbi hafði verið að vinna í Frakklandi.
 

5. maí 2005 kom Bubbi fram fyrir húsfylli á tónleikum í Færeyjum ásamt þarlendum listamönnum m.a. Eivöru Páls, Bubbi hafði þá ekki leikið opinberlega frá í desember 2004. Efnisskrá Bubba var að mestu af væntanlegum plötum sem hann hafði unnið í Frakklandi ásamt Barða. Ef frá eru talin þau lög af þessum plötum sem hann lék á Þorláksmessutónleikum 2004 má segja að Færeyingar hafi fyrstir fengið að heyra þetta efni "live". En þónokkuð óþol var komið í hörðustu aðdáendurnar af komast á tónleika með Bubba.
 

23. maí 2005 mátti sjá frétt í DV þess efnis að Bubbi væri með nýja bók í smíðum sem JPV útgáfan myndi gefa út um næstu jól. Samkvæmt frétt DV yrði bókin krassandi og yrði þar farið ítarlega í saumana á sukksömu líferni. (þetta gátu þeir hjá DV vitað jafnvel áður en bókin var rituð, það er ekki svo lítið)
 

200506066. júní 2005 var 49. afmælisdagur Bubba. Á dagskrá voru tvennir tónleikar í Þjóðleikhúsinu en vegna mikillar eftirspurnar var tvennum aukatónleikum bætt við kvöldið eftir. Með Bubba á þessum tónleikum var ónefnt band skipað: Eyþór Gunnarsson: Hljómborð, Guðmundur Pétursson: Gítar, Jakob Smári Magnússon: Bassi, Gunnlaugur Briem: Trommur (sem kom inn i bandið á elleftu stundu í stað Arnars Ómarssonar), Ásgeir Óskarsson: Ásláttur auk þess sem Jakob Frímann Magnússon kom og lék með þeim í einu laganna og þá mætti Ellen Kristjánsdóttir og tók bakraddir í einum þrem lögum. Óhætt er að fullyrða að þessi sveit þekkti efnið vel enda hluti þeirra unnið plötur með Bubba svo til allann tíunda áratuginn. Til marks um gæði þessara tónleika gaf Skarphéðinn Guðmundsson gagnrýnandi Morgunblaðsins þriðju tónleikunum 4 stjörnur af fimm. Sama dag var áætlað að nýju plöturnar kæmu í verslanir en vegna í galla í framleiðslu seinkaði þeim um nokkra daga og bárust fyrstu plöturnar ekki til landsins fyrr en 9. júní. Þá var einnig orðið ljós að endurútgáfum á eldri verkum Bubbi seinkaði líka eitthvað. (mynd:MBL/Árni Torfason)
 

Júní 2005 hóf tímaritið Hér og nú göngu sína sem ekki væri í frásögu færandi nema að viðfangsefnið var Bubbi Morthens. Upphrópunarkenndar og villandi fyrirsagnir á foríðum tveggja tölublaða urðu þess valdandi að miklar umræður sköpuðust í samfélaginu þar sem almenningi þótti blaðið hafa farið langt yfir öll velsæmismörk. Reyndar hafði Séð og heyrt eytt nokkrum tölublöðum í frásagnir af skylnaði Bubba og Brynju konu hans allt frá áramótum. Þessar fyrirsagnir Hér og nú urðu þess valdandi að talverð naflaskoðun fór af stað innan blaðamannastéttarinnar og siðareglur einstakra blaða og blaðamanna voru ræddar fram og aftur. Umæli blaðsins í garð Bubba þóttu ærumeiðand og í kjölfarið þeirra hótaði Bubbi lögsókn á hendur blaðinu og aðstandendum þess. Að auki fannst Bubba það algerlega út í höttt að fyrirtæki sem hann sjálfur starfaði fyrir t.d. við lýsingar á boxinu væri á sama tíma að grafa undan mannorði hans.
 

1. júlí 2005 Efnt var til tónleika þar sem hópur íslenskra tónlistarmanna kom fram undir undir nafninu Áttalíf og var ætlunin að lýsa yfir stuðningi við sjónarmið Live8 með því að efna til tónleika í miðborg Reykjavíkur, Bubbi var meðal þeirra sem þar komu fram.
 

24. júlí 2005 mátt sjá frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Bubbi ætlaði að stefna tímaritinu Hér og Nú og DV vegna villandi forsíðufrétta og ólögmætrar myndatöku. Auk þess var viðtal í fylgiriti blaðsins þar sem Bubbi tjáði sig um eitt og annað er viðkom ferlinum.
 

2005_eyjar30. júlí 2005 var Bubbi mættur á þjóðhátíð í Eyjum þar sem hann kom fram einn með gítarinn og að sögn þeirra sem þar voru var þessi stund Bubba ein af hápunktum hátíðarinnar. Myndin er frá Eyjum þetta kvöld.
 

Ágúst 2005 að eigin sögn var Bubbi kominn á fulla ferð að semja efni á næstu plötu. Ekki kom þó fram þar hvort hún væri skrifuð með það í huga að Barði ynni með honum þá plötu einnig eða hvers eðlis efnið væri.
 

1. september 2005 áætlaðir tónleikar Bubba á Ránni í Keflavík voru afboðaðir. Þess í stað stigu Stebbi og Eyvi á svið og léku.
 

15. spetember 2005 mætti Bubbi í morgunþátt Ívars á Bylgjunni og frumflutti þar tvö ný lög sem að sögn Bubba voru í vinnslu fyrir næstu plötu. Sama kvöld heldur hann tónleika á Akureyri sem voru fyrstu formlegu tónleikarnir þetta haust.


22. spetember 2005 Bubbi var einn fjölmargra þekktra listamanna sem kom fram á sérstökum hljómleikum  til minningar um Örn Washington á Nasa við Austurvöll Örn, eða Venus eins og margir kölluðu hann, fékkst mikið við  tónlist, samdi lög og texta, en tók líka þátt í nokkrum sýningum á Broadway sem söngvari, t.d.Motown sýningunni, og gaf út eina plötu með Tommy White. meðal annara sem fram komu á Nasa má nefna Páll Óskar og Monika, Ragnhildur Gísladóttir með Sigtryggi Baldurssyni og Davíð Þór píanóleikara, Andrea Gylfadóttir með gítarleikurunum Guðmundi Péturssyni og Eðvarði Lárussyni, gosbelhópur Harolds Burr, Hjörtur Howser, Díana Monzon og félagar, Lights on the highway, Stella Haux með Tomma Stuðmanni, Magnúsi Einarssyni, Önnu Möggu og Dísu Dredd, Rúnar Júlíusson, Hjálmar og Jagúar. Bubbi mætti og Bubbi frumflutti þarna lag sitt Venus. sem enn hefur lítið heyrst utan þessara tónleika  

Október 2005 Um miðjan mánuð brá Bubbi sér til Köben og hélt tónleika á Íslandsbryggjunni með viðkomu í London á heimleiðinni þar sem hann hélt einnig tónleika. Helgina eftir heimkomuna var Suðurnesjum gerð skil með tónleikahaldi en þó varð að aflýsa tónleikum í Sandgerði á síðustu stundu.
 

18. október 2005 Afmælisútgáfur platnanna Ísbjarnarblús og Kona komast í hillur verslana. Báðar plöturnar settust inn á topp 20. yfir mest seldu plötur landsisn fyrstu útgáfuvikuna og sátu þar næstu vikur.
 

14. nóvember 2005 Tvennir síðbúnir útgáfutónleikar í Þjóðleikhúsinu sama kvöldið. Bubbi opnaði á nýju lagi og í kjölfarið voru lög af plötunum Ást og Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís tekin. Eftir uppklapp steinlá salaurinn þegar talið var í rokkútgáfur laganna Stál og hnífur, Blindsker, Fjöllin hafa vakað og Svartur Afgan.
 

101205ruv10. desember 2005 Bubbi ásamt sveit var hljómsveit kvöldsins hjá Möggu Stínu í ríkissjónvarpinu. Meðal laga var Stál og hnífur í nýrri rokkútsetningu en sveitin hafði frumflutt þessa útgáfu lagsins fyrst á útgáfutónleikunum tæpum mánuði áður. en alls lék Bubbi sjö lög í þættinum.
 

15. desember 2005 útgáfudagur pakkans: þar sem plötunum Ást og Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís ásamt heimildarmynd um gerð platnanna hefur verið komið saman í einum pakka. Sama kvöld var Bubbi gestur í þættinum Strákarnir okkar á Stöð 2 og tók smá syrpu sem innihélt nokkur laga hans gegnum tíðina.
 

18. desember 2005 Afmælisútgáfa plötunnar Geislavirkir kemur út, líkt og aðrar plötur ársins tengdar Bubba - OF seint. Aukalögin 8 og veglegar umbúið, auk annara þátta, vel heppnaðar útgáfur.
 

2005122020. desember 2005 Stöð 2 sýnir stóran hluta frá útgáfutónleikum Bubba í Þjóðleikhúsinu. Sama dag kemur út endurgerrð lagsins Hjálpum þeim. Lagið sem kom fyrst út árið 1985 hafði verið gert undir stjón Björgvins Halldórssonar en nú voru það blaðamenn hjá DV sem áttu hugmynd að endurgerð lagsins og var Bubbi fenginn til að syngja sömu línuna og forðum. Á myndinni sem tekin er úr myndskeiði lagsins sést Bubbi syngja sinn þátt lagsins Hjálpum þeim.
 

23. desember 2005 Árlegir Þorláksmessutónleikar eru haldnir á Nasa. Aftur er útvarpað frá þeim á Rás 2. Hörðum aðdáendurm hafði verið boðið að kaupa miða í forsölu auk þess sem þeim var hleypt inn áður en húsið var opnað almenningi. Miðar á tónleikana seldust upp á þrem tímum.
 

23120526. desember 2005 Aukatónleikar á Nasa, enda komust færri að en vildu á Þorlák. Að sögn viðstaddra var ekki um sama prógramm að ræða. En án efa hafa menn skemmt sér vel. Myndin hér er tekin á Þorláksmessu af ljósmyndara og kunnum viðhonum bestu þakkir.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.