Main Header

1998

23. janúar 1989 Bubbi með tónleika á veitingastaðnum Dugunni í Þorlákshöfn, líklega fyrstu tónleikar hans á árinu 1998.
 

19. febrúar 1989 Bubbi með tónleika á veitingastaðnum Úlfaldanum, Ármúla 40.  Fáum sögum fór af þessum tónleikum en þó má ætla að talsverður fjöldi manna hafi mætt og hýtt á Bubba þetta kvöld.
 

5. mars 1998 Bubbi byrjar tónleikaferð um Norðurland á tónleikum í Mælifelli á Sauðárkróki, fimmtudaginn 5. mars. Kvöldið eftir á Sjallanum Akureri og á laugardagskvöldið á Kaffi Menningu á Dalvík.
 

2. apríl 1998 Bubbi ásamt Bergþóri Pálssyni er gestur í þætti Hildar Helgu Sigurðardóttur - Þetta helst í Ríkissjónvarpinu.
 

1998-carmen29. maí 1998 var frumsýndur Rokk, salasa popp söngleikurinn Carmen Negra í Íslensku Óperunni. þar er valinn maður í hverju rúmi og m.a. Bubbi Morthens sem fór þar með hlutverk hermannsins Remendado. Önnur þekkt nöfn má nefna einsog Egil Ólafsson, Garðar Þór Cortes, Bergþór Pálsson, Helga Björnsson.
 

29. júní 1998 hóf Bubbi tónleikaröð á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík þar sem hann spilar á mánudögum og miðvikudögum fram til ágústloka. Yfirskrift tónleikanna er Bubbi í gegnum tíðina.
 

199807088. júlí 1998 Bubbi ásamt þrem öðrum var dæmdur brotlegur við lög í Héraðsdómi Reykjavíkur  um bann við hnefaleikum. En forsögu málsins má rekja til uppákomu sem sýnd var á Stöð 2. í desember 1997 þegar fylgst var með keppni í hnefaleikum sem voru þá bannaðir hér á landi. En ákvörðun um refsingu var frestað skilorðisbundið í tvö ár. (Mynd: Bubbi við dómsuppkvaðninguna, mbl/RAX)
 

16. ágúst 1998 Fjölskyldutónleikar á veitingastaðnum Munaðarnesi í orlofsbygðum BSRB.
 

3. september 1998 Bubbi hélt tónleika í Skothúsinu í Keflavík og kvöldið eftir eða þann 4. septeber í Bíóhúsinu á Akranesi.
 

12. september 1998 mátti sjá frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Bubbi yrði á haustdögum með fyrirlestur fyrir nemendur GÍS - Gítarskóla Íslands um gítarleik trúbadúrs og gítarinn sem undirleikshljóðfæris við söng og útskýra fyrir nemendum þau tækniatriði sem hann hafi tileinkað sér á tónleikaferðum sínum um landið. Á myndinni hér til hliðar má sjá hluta úr auglýsingu sem byrtist í Morgunblaðinu 13. septeber 1998.
 

26. september 1998 Bubbi mætti á KR völlinn og tók þar lagið ásamt KR-bandinu. En félagið gekkst fyrir sérstakri hátíð í tengslum við úrslitarleik KR og ÍBV síðar um daginn.
 

hbrod8929. september 1998 Bubbi hefur aðra tónleikaröð á boð við þá sem hann hafði verið með um sumaið á Kaffi Reykjavík en nú á Hótel Borg. En þessi þemakvöld í október voru á sunnudags, og þriðjudagskvöldum og plöturnar sem teknar voru fyrir voru t.d. Fingraför, Kona, Dögun, Sögur af landi og Lífið er ljúft.
 

2. október 1998 Bubbi ásamt fleirrum koma fram í beinni útsendingu sjónvarpsins í landssöfnun fyrir bættri aðstöðu á Reykjalundi.
 

15. október 1998 var útgáfudagur plötunnar Arfur þar sem Bubbi leitar aftur í Vikivakakvæði og gamla þuluformið.
 

23. október 1998 Tolli opnaði málverkasýningu á Hótel Selfossi og meðal þeirra sem voru viðstaddir opnunina var Bubbi sem tók nokkur lög fyrir viðstadda.
 

25. október 1998 Bókaútgáfan Hólar gefur út bók þeirra Bubba Morthens og Sverris Agnarssonar – BOX. Bókin er hugsuð og sett upp sem handbók um mestu afreksmenn boxíþróttarinnar ásamt öðrum gagnlegum upplýsingum um íþróttina.
 

30. október 1998 gaf Fókus (Aukablað DV) plötunni Arfur fjórar stjörnur. Platan sögð góð, það eina sem sett var út á var textinn á bakhlið umslagsins. Sama dag kom út platan Söknuður til heiðurs söngvaranum Vilhjálmi Vilhjálmssyni en þar syngja nokkir þekktir tónlistarmenn lög sem þekkt urðu í flutningi Villa.
 

11. nóvember 1998 Bubbi er einn fimm bókarhöfunda sem les úr verkum sínum á Grandrokk en Bubbi las úr bók þeirra Sverris BOX sem þá var nýútkomin.
 

1. desember 1998 Stöð 2 sýndi þátt þar sem Bubbi spilar átta af lögum plötunnar Arfur auk þess sem ólíkir einstaklingar fjallað er um texta henna. Þátturinn var á dagskrá klukkan 21.10.
 

23. desember 1998 Árlegir Þorláksmessutónleikar Bubba haldnir á Hótel Borg. Með Bubba að þessi sinni voru þeir Gunnlaugur Guðmundsson á bassa og Gunnlaugur Briem á slagverk
 

31. desember 1998 Morgunblaðið setur plötu Bubba - Arfur í 7. sæti yfir bestu íslensku plötur ársins.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.