Janúar 2006 fyrsti gestur ársins í húsi Bubba var flensa. Fyrsta uppákoman voru sem sagt veikindi en Bubbi var fljótur að ná sér og mætti kátur á á þá næstu sem var öllu meiri gleði.
7. janúar 2006 mætti Bubbi með Egoinu í Laugardalhöllina þar sem fram fóru fyrstu stórtónleikar ársins undir yfirskriftinni Ertu að verða náttúrulaus. En tónleikarnir voru stuðningur við náttúruvermd og vildu menn vekja athygli almennings á þeim ógnvænlegu stóriðju framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á hálendinu og þeim náttúruspjöllum sem væri þeim samfara. Meðal annara á þessum tónleikum má nefna Björk Guðmunds, og Damon Alban, KK, Mugison, Sigur Rós, Ham og Hjálmar svo nokkrir séu nefndir Tónleikarnir þóttust takast vel þó kvörtuðu nokkrir yfir því að fulllangur tími hefði liðið milli atriða.
12. janúar 2006 mætti Bubbi í heimsók á Bylgjunni og ásamt því að eiga þar viðtal við Ívar Guðmunds frumflutti Bubbi lagið Sannleikurinn alla leið. Innihaldi duldist engum enda umfjöllun um fréttafluttning DV enn og aftur kominn í hámæli manna á milli og vart um annað talað í þjóðfélaginu. Lagið var leikið bæði á Bylgjunni og Rás 2 í tengslum við umræður um DV. Eftir að textinn fór inn á forsíðu bubbi.is jókst aðsókin margfalt. Fréttablaðið byrti textann og heilsíðuviðtal við Bubba næsta dag, sama daginn og fréttist að ritstjórar DV hefðu látið af störfum og var það mál manna að þar hefði alþýða manna unnið sigur.
21. janúar 2006 kom Egoið ásamt fleirri sveitum fram á styrktartónleikum á Nasa. Tilgangurinn var að safna fé fyrir Maritasfræðsluna en Magnús trommar Egósins hafði þá í fimm ár verið að vinna á vegum fræðslunnar við að fara í skóla og ræða við unglinga um vímuefni.
25. janúar 2006 fóru fram afhending íslensku tónlistarverðlaunanna. Að þessu sinni var Bubbi tilnefndur til þriggja verðlauna Bubbi sem söngvari ársins, Plöturnar Ást og Í 6 skrefa fjarlægð frá Paradís sem plötur ársins og loks lagið Ást sem lag ársins. Bubbi mætti á svæðið og tók tvenn fyrrnefndu verðlaunin. Heyra mátti á almenningi að það fannst hann vel að því kominn enda plötur ársins með hans bestu í langan tíma.
2. febrúar 2006 Fyrstu sólótónleikar Bubba á árinu 2006 foru fram í Sjallanum á Akureyri.
11. febrúar 2006 Egoið efnir til miðnæturtónleika á Nasa og óhætt að fullyrða að þar var hvergi slegið af. Toppband á toppkonsert.
13. febrúar 2006 Birtu blöðin frétt þess efnis að efnismeðferð máls í meinyrðamáli Bubba gegn Garðari Erni Úlfarssyni fyrrum ritstjóra Hér og nú ásamt 365 prentmiðlum hefði verið tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur Bubbi stefndi útgefandanum og ritstjóra blaðsins fyrir ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífsins eftir að Hér og nú birti mynd af honum þar sem hann sat inni í bíl og reykti sígarettu, með fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. Krefst Bubbi þess að fyrirsögnin verði dæmd dauð og ómerk, en auk þess krefst hann 20 milljóna króna miskabóta.
23. febrúar 2006 birti DV óstaðfestar fréttir af Bubba þar sem hann er sagður á leið frá Senu, auk þess sem Dr. Gunni skrifar heilsíðugrein um stofnun aðdáendaklúbb fyrir Bubba.
Mars 2006 Birti bubbi.is fréttir af fyrirhuguðum stórtónleikum Bubba í Laugardalshöll þar sem áætlað er að allar stærri hljómsveitir sem starfað hafa með Bubba komi fram.
28. mars 2006 Samkvæmt fréttum fjölmiðlanna hefur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag ummæli, sem höfð voru um Bubba Morthens, í blaðinu Hér og nú, dauð og ómerk. Þá er fyrrverandi ritstjóra blaðsins gert að greiða Bubba 700 þúsund krónur í bætur auk hálfrar milljónar í málskostnað. Við óskum Bubba að sjálfsögðu til hamingju og þá ekki síður að enn er réttur til einkalífs einhvers metinn.
1. apríl 2006 efndi Egóið til tónleika í Sjallanum á Akureyri og að sögn viðstaddra var þar allt á útopnu eins og lög gera ráð fyrir
13. apríl 2006 efndi Bubbi til fyrstu tónleikana í fimm tónleikaröð sem áætlaðir voru á veitingahúsinu Nasa við Austurvöll. Þema tónleikana var platan Kona. Fullt út úr dyrum og menn á einu máli að honum hefði tekist vel upp.
25. apríl 2006 hóf Bubbi upptökur á trúbadúrplötu sem áætlað var að kæmi út síðar sama vor. Á sama tíma var unnið hröðum höndum að endurútgáfu á sólóplötum Bubba sem komið höfðu út á árunum 1980-1990 að frátöldum þeim plötum sem komið höfðu út árinu áður í 20 og 25 ára afmælisútgáfum.
4. mai 2006 Tónleikar á Nasa. Bubbi í formi með efni af plötunni Sögur af landi
6. júní 2006 Efndi Bubbi til afmælistónleika í Laugardalshöllinni. Þar sem framkomu þær sveitir sem Bubbi hefur starfað með í gegnum tíðina. Utangarðsmenn, Ego, Das Kapital, MX-21, GCD og Stríð og friður. Auk þess komu fram nokkrir gestir sem fluttu lög eftir Bubba og má nefna Ragnhildi Gísladóttur, Heru og Idolstjörnuna Snorri Snorrason. Tónleikarnir voru sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2. Sama kvöld tók sig saman hópur aðdáenda mætti á Callssik Rokk við Ármúla þar sem BMK (aðdáendaklúbbur Bubba) var formlega stofnaður. En dýrðir dagsins eru ekki þar með taldar því sama dag kom út platan Lögin mín auk þess sem þær sólóplötur sem Bubbi sendi frá sér á árunum 1980-90 voru endurútgefnar í veglegum umbúðum ásamt aukaefni. En þetta voru plöturnar Plágan, Fingraför, Ný spor, Frelsi til sölu, Dögurn, 56, Bláir, Nóttin langa og Sögur af landi.
26. júní 2006 birtust þeir félagar Bubbi og Ómar Ragnarsson í Kastljósi Ríkissjónvarpsins og fluttu saman nýt lag sem væntanlegt var á nýrri plötu Ómars.
8. ágúst 2006 Bubbi var mættur til Eyja og kom fram með gítarinn á Þjóðhátíð. Gargandi stemming að sögn viðstaddra.
14. september 2006 Komið að þriðju tónleikum Bubba á Nasa. Þema þessara tónleika var platan Sól að Morgni. Þrátt fyrir gæði plötunnar var fámennt á Nasa þetta kvöld. Bubbi lét það ekki á sig fá og var í ágæris formi.
5. október 2006 Fjórðu tónleikar Bubba á Nasa. Frumburðurinn sjálfur - Ísbjarnarblúsinn var meginþema kvöldsins sem að öðru leiti einkenndist af flutningi á nýjum lögum. Nú var öllu betur mætt en á Sólartónleikana og Bubbi í fantaformi.
16. Október 2006 Útgáfudagur tvöfaldrar tónleikaplötu og DVD frá afmælistónleikum Bubba í Höllinni þar sem 5500 manns mættu til að fagna með honum 50. ára afmælinu. Sama dag er haldinn blaðamannafundur í Laugardalshöllinni þar sem útgáfurnar eru kynntar auk þess sem Bubbi undirirtar samning við Senu sem hljóðar upp á allt að 10 plötur og var þetta stæsrst samningur sem íslenskt útgáfufyrirtæki hafði gert við einstakan listamann.
20. október 2006 Söguleigir Tónleikar Bubba í Vestmannaeyjum. Bubbi var á pólitískum nótum og gagnrýndi framboð Árna Johnsen til alþingiskosninga við lítin fögnuð nokkurra Eyjamanna. Talsverð skrif mátti finna á netmiðlum í kjölfarið þar sem menn ýmist hrifust af Bubba eða ekki fyrir gagnrýnina.
26. október 2006 Hemmi Gunnn á skjá landsmanna sem stilltu á Stöð 2 og þar mætti Bubbi einnig og tók lagið.
2. nóvember 2006 Var efnt til fimmtu og síðustu tónleika Bubba á Nasa. Platan Von var efniviður kvöldsins. Aðdáenda klúbbur Bubba BMK efni til lítils fundar á veitingastaðnum Q við Ingólfsstræti fyrir tónleikana. Sama dag hófs dreifing bókarinnar Ballaðan um Bubba, en formlegur útgáfudagur er skráður.
3. desember 2006 Var vígt nýtt aðsetur SÁÁ og mætti Bubbi þar og lék fyrir gesti. Bubba átti því félagi margt að þakka eins og flestir vita.
22. desember 2006 Var Bubbi mættur á Bylgjuna þar sem Jónatan Garðarson afhenti Bubba gullplötuviðurkenningu fyrir útgáfurnar 06.06.06 sem náð höfðu yfir 5000 eintaka sölu. Í fréttatilkynningu kom fram að þessar gullplötur væru viðbót í 30 slíkar sem Bubba hefði hlotnast á ferlinum og hefði enginn íslenskur tónlistarmaður náð slíkum fjölda gullplatna.
23. desember 2006 Árlegir Þorláksmessutónleikar Bubba á Nasa. Í þetta sinn í beinni útsendingu á Bylgjunni. Þarna var Bubbi mættur með nýja gítarinn og bunka af óútgefnum lögum í bland við gamla gítarinn og efni sem allir þekkja. Ekki mikið um "comment" milli laga. Tónlistin var frekar látin tala.
28. desember 2006 Bubbi er meðal þeirra fjölmörgu listamanna sem koma fram án endurgjalds á árlegum styrktartónleikum fyrir Krabbameinssjúk börn. Tónleikarnir sem fram fóru í Háskólabíói þóttust takast vel og rúmlega 2 og hálf milljón króna var færð samtökunum um miðbik tónleikana. Sama dag mátti sjá klausu í Fréttablaðinu þess efnis að Bubbi hefði ljáð ungum rappara rödd sína í einu lagi á plötu sem hann væri að vinna og ætlunin væri að kæmi út á næsta ári.