Main Header

2001

16. febrúar 2001 Skemmti Bubbi gestum á Pizza 67 í Hafnarfirði.  
 

9. mars 2001 Stórskemmtun haldin á Klifi, Ólafsvík. Bubbi Morthens meal þeirra sem koma fram. 
  

2001031515. mars 2001 Bubbi undirritar samning við Olíufélagið Essó sem gekk út á átak í baráttu gegn fíkniefnum. Verkefnið Veldu rétt! - Esso og Bubbi gegn fíkniefnum. Á myndinni má sjá þá Geir Magnússon forstjóra Olíufélagsins og Bubba við undirritunina (mynd: MBL/Árni Sæberg)
 

26. apríl 2001 mætti Bubbi og messarið messði yfir nemendum Fellaskóla í herferð sinni um vímuefnanotkunn. í samstarfi við Esso.
 

maí 2001 það var fyrrihluta mánaðar sem Bubbi var á árlegum vortónleikatúr um landið og var víða komið við, t.d. í Ólafshúsi á Sauðárkróki. Kaffi Akureyri og Sölku Húsavík.
 

2001051616. apríl 2001 var Fréttablaðið með fréttir þess efnis að Ísland sé eina landið sem ekki leyri ólympískar lyftingar og að ÍSÍ vilji lögleiða íþróttina hér á landi. Með fréttinni byrtist nokkuð skemmtileg mynd af þeim Bubba Morthens og Fjölnir Þorgeirssyni sem nokkru áður höfðu orðið að mæta í réttarsal vegna Boxkeppni sem talin var ólögleg hér á landi.
 

21. júlí 2001 var Bubbi staddur á N1 Bar í Keflavík þar sem auglýstir voru með honum tónleikar og þangað mættur aðdáendur að  Suðurnesjunum til að hlusta.
 

26. júlí 2001 var Bubbi með miðnæturtónleika á Kristjá X á Hellu.
 

Ágúst 2001 kom Bubbi fram ásamt fjölda listamanna í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina. Þetta var vímuefnalaus fjölskylduhátíð sem Skógarmenn og KFUM Vatnarskógi stóðu að.
 

26. september 2001 var Bubbi með tónleika fyrir nemendur Fjölbrautarskóla Garðarbæjar.
 

nybuinn018. nóvember 2001 Bubbi sendir frá sér plötuna Nýbúinn. Platan skráist sem sólóplata Bubba, en undirleikur er í höndum hljómsveitarinnar Stríð og friður. Titillag plötunnar vakti nokkra athygli þar sem textinn var talin geti orðið vopn í höndum rasista og þannig snúist upp í andstæðu sína. Í viðtali við Bubba kemur fram að hann íhugi að taka myndbandið úr sýningu vegna þessa. Í kjölfarið kemur fram í fréttum að myndbandið sé nú til skoðunar með það í huga hvort það brjóti lög og reglur íslensku fánalagana. Eins og oft vill verða með svona umfjallanir virkaði fréttirnar sem ágæt auglýsing bæði fyrir plötu og myndbandið. Þar sem umfjöllunin varð til þess að þó nokkrir keyptu plötuna til að kanna málið.

Sama kvöld var formlega opnaður nýr skemmtistaður við Austurvöll. Nasa þar sem á árum áður hafði verið skemmtistaðurinn Sigtún. Skífan hélt þetta kvöld uppá 25 ára afmæli sitt  og meðal þeirra sem komu þar fram var Bubbi Morthens. Dagskrá Skífunnar var send beint út á Stöð 2.
 

10. nóvember 2001 var útgáfudagur bókarinnar Megas. Í henni er einn kaflinn viðtal við Bubba um Megas, áhrif hans á Bubba og samstarf þeirra félaga.
 

2001111212. nóvember 2001 gáfu Íslenskir tónar út plötuna Braggablús, safnplötu með lögum Magnúsar Eiríkssonar. Þar flytur Bubbi lagið Haltu mér fast sem kom fyrst út á 6. plötu Mannakorns- Samferða. Sama kvöld var Bubbi mættur í Fjölbrauarskólann Ármúla þar sem hann lék fyrir  þéttsetinn sal gesta. Meðal þeirra var einn harðasti aðdáendi Bubba Trausti Már Ingason sem tók þessa mynd.

 

26. nóvember 2001 Seljakórinn ásamt Bubba og Jóhanni Helgasyni og hljómsveit komu fram í Borgarleikhúsinu fyrir fullu húsi og fluttu Misa Criolla – Argentíska messu eftir Ariel Ramírez. Eftir að kórinn hafði flutt nokkur lög, meðal annars tvö eftir Jóhann Helgason sté Bubbi á sviðið og flutti tvö lög, Myrkur sjór og sandur og Borgarbarn af plötunni Von. Eftir það stigu þeir saman á svið Jóhann, Bubbi ásamt kór og hljómsveit og fluttu messuna. Leikurinn var svo endurtekinn kvöldið eftir En þá bætti Bubbi við gömlum blússtandart spare me a dime og tileinkaði Bubbi föður sínum fluttning lagsins.
 

6. desember 2001 efndi Bubbi ásamt sveit sinni Stríð og friður til tónleika á Gauk á Stöng. Færri komu en búist var við. Tónleikarnir voru hljóðritaðir fyrir Rás 2 með það í huga að útvarpa þeim síðar. Bubbi gat ekki annað en sent þeim sneið og sagði við það tækifæri að kæmu ummælin ekki fram í útsendingunni hefði upptakan verið ritskoðuð.
 

10. desember 2001 var í fréttum Stöðvar 2. frá því sagt að lögreglan telji ekki ástæðu fyrir að aðhafast frekar vegna notkunnar íslenska fánans í myndbandinu Nýbúinn (sjá: 8. nóvember 2001).
 

13. desember 2001 var Bubbi með tónleika á Kringlukránni.
 

2001122323. desember 2001 Bubbi mætti í viðtal á Skjá einum í þættinum Silfur Egils þar sem hann tjáði sig um höfnun RÚV við Þorláksmessutónleikunum. Þar taldi Bubba ákvörðun RÚV eiga sér pólutískar rætur að rekja til sjálstæðisflokksins. Að viðtalinu loknu flutti hann lagið Það gerðist fyrir löngu síðan. Árlegir tónleikar með Bubba á Þorláksmessukvöld voru á dagskrá. Að þessu sinni var hann mættur á veitingahúsinu Nasa við Austurvöll. Rás 2. sem hafði allt frá árinu 1990 útvarpað beint frá tónleikunum var ekki á svæðinu, þess í stað voru tæknimenn Bylgjunnar mættir sem útvarpaði tónleikunum sem hófust klukkan 10:30. Efnisdagskrá þessara tónleika var eldra efni. Lítið um lög af nýju plötunni, en lög frá Utangarðsmönnum og Egó tímabilinu áberandi. Segja má að yfirskrift þessara tónleika hafi verið: Bubbi óritskoðaður á Þorláksmessu.
 

25. desember 2001 sýndi Stöð 2. upptöku af Misa Criolla – Argentískri messu eftir Ariel Ramírez. Uppatka fór fram í Seljakirkju (sjá 26. nóvember 2001).
 

26. desember 2001 Stríð og friður með Bubba í broddi fylkingar blésu í rokklúðra á sviðnu á Gauk á Stöng. Fáir gesti voru á svæðinu en sveitin lék samt fullt prógramm. Tónleikarnir höfðu ekki verið auglýstir að því undanskyldu að Bubbi.is hafði sent út tilkynningu til þeirra sem skráð höfðu sig á síðuna.
 

28. desember 2001 voru síðustu tónleikar Bubba á árinu. Þegar hann fór fram ásamt Stríð og frið í Sjávarperlunni, Grindavík

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.