Main Header

2002

24. janúar 2002 mætti Bubbi með Stríð og friði til tónleikahalds í Bíóhúsinu á Akranesi er þar var efnt til afmælistónleika. Skjár einn tók hús á sveitinni þar sem hún var við æfingar og átti stutt viðtal við Bubba sem hældi hljómburði hússins. En þar hefur Bubbi haldið fjölmarga tónleika í gegnum tíðina t.d. með Egóinu, Das Kapital og Kúbönsku sveitinni Sierra Mastera auk þess að vera þarna einn með gítarinn.
 

25. janúar 2002 mætti Stríð og friður með Bubba í broddi fylkingar með kassagítarana í Mosfellsbæinn til tónleikahalds. Rafrítararnir voru skildir eftir í bænum í þetta sinn, í þeirra stað voru kassagítararnir teknir með. UNPLUGGED.
 

26. janúar 2002 Bubbi var meðal þeirra sem tók á móti viðurkenningu frá útvarpsstöðinni RadíóX.
 

14. ferbúar 2002 mætti Bubbi ásamt Stríð og Frið á Gaukinn. Flottir tónleikar.
 

10. apríl 2002 var Bubbi staddur í Noregi, nánar tiltekið í Osló þar sem hann hélt tónleika.
 

6. ágúst 2002 byrjaði Bubbi tökur nýrrar sólóplötu í Stúdíó Syrlandi, - Vinnuheiti hennar í upphafi var - Guð er kona. Með í för eru nokkrir þeirra sem unnið höfðu með Bubba undanfarin misseri. Platan er unnin á 74 klukkustundum sem þykir meira en gott við gerð plötu að þessum gæðaflokki. - Platan tók titil sinn af lokalagi plötunnar Sól að morgni en lagið fékk heitið Kveðja.
 

6. september 2002 efndi Bubbi til kynningar á nýrri sólóplötu - Sól að morgni í Stúdíó Syrlandi þar sem platan var hljóðrituð. Meðal gesta mátti sjá nokkur þekkt andlit út tónlistarheiminum, ráðamenn Norðurljósa, nokkra af útgáfustjórum Skífunnar, útvarpsmannin Óla Palla, Andreu Jónsdóttir auk nokkurra blaða og fréttamanna.. Eftir að hlutun á plötunna lauk tók Óli Palli stutt viðtal við Bubba inn í hljóðverinu þar sem þeir spjölluðu aðeins um plötuna og hlustuðu á opnunarlag hennar. Viðtalinu var svo stungið inn í þáttinn Poppland um hálfri klukkustund eftir að kynningunni lauk. Í þessu viðtali kom fram að Bubbi væri á leið um landið ásamt söngkonunni Heru.
 

2002092216. september 2002 Bubbi og Hera hefja tónleikaferð sína um landið með tónleikum á Flúðum, Kvöldið eftir var leikið á Hellu, 18. var komið að Kirkjubæjarklaustri, 19. Höfn, 20 var spilað á Djúpavogi, 21. á Neskaupstað, 22. á Vopnafirði, 23. á Þórshöfn, 24 á Húsavík, 26 á Akureyri 27. Var spilað á Sauðárkróki og Á Akranesi þann 28. Ferðinni lauk svo með tónleikum í Hlégarði í Mosfellsbæ en það voru einu tónleikarnir sem ekki var húsfyllir á. Að sögn aðdáenda Bubba sem mætti á þessa tónleika gætti örlítils titrings í báðum listamönnunum fyrstu mínuturnar á fyrstu tónleikum ferðarinnar. Það truflaði þó enganvegin tónleikana sem hann sagði vel heppnaða þar sem Bubbi flutti lög af væntanlegri plötu - Sól að morgni. Alla ferðina var Bubbi með daglegan pistil á Rás 2. Í þessum pistlum kenndi ýmissa grasa. Þar rifjaði hann upp fyrri komur sínar á þessa staði, sagði okkur frá hvernig hann uplifði bæjarlífið Þá og nú. Þarna Segja má að sögumaðurinn í Bubba hafi fengið að njóta sín. Bubbi.is gerði þá merkilegu uppgötvun að Bubbi gæti orðið alveg magnaður pistlahöfundur ef hann tæki það að sér. (meðfylgjandi mynd tók Bárður Örn Bárðarson á tónleikunum í Hlégarði). 

200210044. október 2002 Fór fram val á bæjarlistarmanni Seltjarnarness. Bubbi Morthens varð fyrir valinu að þessu sinni. Að sögn Bubba fannst honum það lofsvert framtak hjá nesinu að hafa kjark til að kjósa sig sem bæjarlistarmann, ekki síst þar sem hann hafi verið svolítið umdeildur gegnum tíðina.
 

7. október 2002 kom út platan Sól að morgni. Platan sem hefur að geyma 12 lög, misjafnlega gömul. Ekkert þeirra hafði þó verið gefið út áður en nokkur þeirra höfðu verið á tónleikaprógrammi Bubba undanfarin misseri. Bubbi segir plötuna einskona þjóðlagarokk. Viðfangsefnin textanna eru ekki ný.
 

10. október 2002 var Bubbi í Salnum í Kópavogi.
 

22. október 2002 kom út safnplatan Mýrdalssandur með G.C.D.
 

2002nasa24. október 2002 Útgáfutónleikar af bestu gerð. Hera hitaði upp fyrir Bubba á útgáfutónleikum hans á NASA. Að sögn gesta var Bubbi í góðu formi. Íslenska útvarpsfélagið var mætt á svæðið og tók herlegheitin upp. Þó bárust nokkrar kvartanir um stólaleysið á tónleikunum þar sem fólk varð að standa meðan á tónleikunum stóð. Á myndinni sem tekin var þetta kvöld má sjá hluta sveitarinnar á sviðinu.
 

31. október 2002 var fámennt á tónleikum Bubbi og Heru í Seltjarnaneskirkju, með þessum var Bubbi líka að þakka bæjarbúum fyrir það áræði sem stjórn bæjarfélagsins hafði sýnd með því að velja hann sem bæjarlistamann Seltjarnarness
 

1. nóvember 2002 hófu Bubbi og Hera fimm daga tónleikaferð um vestur og suðurland með tónleikum á Ísafirðir, 2. nóvember á Þingeyri, 3. á Hólmavík, 4. í Ólafsvík, 5. á Stykkishólmi, 6. á Selfossi 7. á Akranesi og endaði ferðin í Garðabæ þann 9 nóvember. Á meðan Ísfirðingar fóru og hlustuðu á Bubba og Heru gátu landsmenn fylgst með Bubba á spjalli við Jón Ólafsson í Ríkissjónvarpinu þar sem þeir tóku saman lagið Ísbjarnarblús í lokin.
 

2. nóvember 2002 sýndi Ríkissjónvarpið sýnir þáttin Af fingrum fram þar sem Jón Ólafsson spjallar við Bubba og fer lítilega í gegnum ferilinn.
 

7. nóvember 2002 efndi Jakob Fríman Magnússon til kosningarhátíðar á Nasa meðal þeirra sem komu fram var Bubbi Morthens og steig Bo Halldórs á svið með honum og lék á munnhörpu í nokkrum blússtandörtum.
 

23. desember 2002 Bubbi og Hera á Borginni 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.