Main Header

1997

1. janúar 1997 var Bubbi Morthens meðal þeirra sem komu fram á sérstökum nýársfagnaði '68 kynslóðarinnar í Súlnasal Hótel Sögu. En þetta var fimmta árið sem slýk hátíð fór fram.
 

1997012626. janúar 1997 Sérstakt átak til styrktar Mótorsmiðjunni. Lionsklúbburinn Þór hafði keypt eina sýningu á leikriti Karls Ágústs Úlfssonar , Fögur veröld. Allur ágóði þessarar sýningar rann til Mótorsmiðjunnar. Fyrir sýninguna mætti Bubbi ásamt í andyri Borgarleikhússins og tók nokkur lög. Þá sýndu Sniglarnir 35 mótorhjól og loks má enfna að listasýnign var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á myndinni má sjá Bubba í andyrir Borgarleikhússins.
 

6. febrúar 1997 var Bubbi með tónleika á kaffihúsinu Úlfaldanum í Ármúla 40. Tónleikarnir auglýsir klukkan 23. 

18. febrúar 1997 Nýstofnuð samtök Óspillt land, sól í Hvalfirði halda baráttufund í Borgarleikhúsinu. Meðal þeirra sem þar komu fram voru Ríó Tríóið, KK og Bubbi Morthens.
 

20. febrúar 1997 Íslensku tónlistarverðlaunin fara fram í Borgarleikhúsinu og var það tækifæri notað tilað afhenda mokkrum aðilum gullplötu fyrir 5000 semld eintök platna þeirra. þ.á.m. Bubba fyrir plötuna Allar áttir.
 

2. mars 1997 Bubbi Morthens kom fram á poppmessu í Grafavogskirkju á ásamt því að spila fór hann með hugvekju um lífið og tilveruna.
 

Mars 1997 Sendi Íslandsbanki frá sér plötuna Ferming 97. Platan var ætluð þeim börnum sem fermdust þetta ár og átti Bubbi eitt laga plötunnar sem var Hvað er töff við það í snöru að hanga, þar er á ferð önnur útgáfa lagsins en finna má á plötunni Allar áttir. Þá var gert myndband við lagið.
 

199703076. maí 1997 Danshljómsveit Bubba Morthens og KK mætt til leiks í Óperukjallaranum.En sveitina þetta kvöld var skipuð Bubbi Gítar, söngur, KK Gítar söngu, Kormákur: Trommur og Jón Skuggi á Basssa.
 

2. apríl 1997 Bubbi meðal fjölmargra listamanna sem komu fram á styrktartónleikum SÁÁ í Borgarleikhúsinu.
 

apríl 1997 Bubbi byraði að hljóðrita nýja plötu í Stúdíó Sýrland undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar, með þeim í hljóðverinu voru meðal annara Guðmundur Pétursson, Jakob M. Magnússon, Gunnlaugur Briem, Eðvarð Lárusson og Ellen Kristjánsdóttir sem leit við og söng bakdödd í einu laga plötunnar. 

Seinnihluta mánaðar skrapp Bubbi til Flórída þar sem hann kom fram á árlegu Þorrrablóti Íslendingafélaganna þar. Þessu til viðbótar má nefna að Breskir leiklistanemar sýndu leikverkið Northeren Lights í Þjóðleikhúskjallaranum og um tónlistina í verkinu sá Bubbi Morthens.
 

1. maí 1997 Bubbi Morthens kom fram á hátíð verkalýsðhreyfingarinnar á Ingólfstorgi.
 

4. maí 1997 Bubbi og KK hefja saman tónleikaröð með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum. En þeir ferðuðust saman næstu vikur og mánuði við tónleikahald.
 

Maí 1997 Bubbi lýkur upptökum og tæknivinnu plötunnar Trúir þú á engla.
 

20. maí 1997 Dansconsert með Bubba og KK í Óperukjallaranum.
 

13. júní 1997 Bubbi og KK með tónleika á Hótel Mælifelli á Sauðárkróki. En hluti þessa sumars fór í tónleikahald með KK.
 

15. júlí 1997 Skífan sendi frá sér barnasafnplötuna Nokkur bestu barnalögin. Þar á Bubbi lagið , sem hann flytur með aðstoð krakka úr Kársnesskóla. Bubbi hafði áður en hann hljóðritaði þetta lag tekið upp demó af laginu með allt öðrum og öllu grófari texta og líklega tengdur kvæðabálknum fræga sem tilheyrðu dóp og drykkjusögum hans.
 

2. september 1997 efndu Bubbi og KK til tónleika á Fógetanum og voru þetta lokatónleikar þeirra félaga en þeir höfðu ferðast þetta sumar saman um landið við tónleikahald. Svo voru þeir reyndar auglýstir þar aftur kvöldið eftir.
 

September 1997 Spor gaf út safn laga með lögum Magnúsar Eiríkssonar, þar er að finna lagið Haltu mér fast í flutningi Bubba og Mannakorns, sem komið hafði fyrst út á plötunni Mannakorn 6 - Samferða árið 1990.
 

1997100427. september 1997 Ríó Tríóið, KK Bubbi ásamt Agga Slæ og Talmasveitinni með stórskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu. Færri komust að en vildu og var því leikurinn endurtekinn bæði 4. og 24. október. Myndin er tekin á Hótel sögu þar sem Bubbi fór á kostum og grínaðist á kostnað Ríósins.
 

6. október 1997 Bubbi á hringferð um landið og dagana 6.-14. október efndi Bubbi til tónleika víðsvegar um vestfirði. Var það mál manna sem heimsóttu þessa tónleikaröð Bubba vestra að hann hafi verið í góðu formi og sögumaðurinn Bubbi í miklum ham. Meðal annars var Bubbi á Flateyri þann 9. október þar sem þessi mynd var tekin.
 

10. október 1997 Skífan / Spor sendi frá sér plötuna Pottþétt Rokk. Þar er að finna tvö lög sem Bubbi kemur við sögu Mýrdalssandur með Bubba og Rúnari og Hiroshima með Utangarðsmönnnum.
 

1997101616. október 1997 kom út platan Trúir þú á engla... í tilefni útgáfunnar hélt Bubbi sérstaka útgáfutónleika í sal Hnefaleikafélags Reykjavíkur og að því tilefni var efnt til Boxsýningar. En þessi sýning átti síðar eftir að draga dilk á eftir sér og enda í dómssölum. (mynd: MBL/Ásdís).
 

17. október 1997 DV viðtal við Bubba um plötuna Trúir þú á engla. Þar kemur fram að þessi plata sé sú síðasta af þremur þar sem hann hafi ákveðinn lit í textunum og frekar rólegt yfirbragð. Hinar plöturnar sé Lífið er ljúft og Allar áttir. Þó hafi þessi hugmynd svolítið farið út um gluggan á síðastnefndu plötunni.
 

23. október 1997 Bubbi jemur fram við opnum málverkasýningar Tolla í Gallerí Borg við Ármúla 37. Meðal verka eru myndi sem heyra undir flokkinn Stríðsmenn morgundagsins sem var einnig heti bókar sem Tolli sendi frásér og fékk Thor Vilhjálmsson til að ljóðskreyta.
 

24. október 1997 Platan Trúir þú á engla stekkur beint í fimmt sæti lista DV yfir mest seldu plöturnar á landinu.
 

2. nóvember 1997 Í tilefni af nýrri bók Tolla sem ljóðskreytt er ar Thor Vilhjálms mætti Bubbi á sýningu Tolla í Gallerí Borg og lék þar nokkur lög og Thor las úr bókinni.
 

Nóvember 1997 Spor sendir frá sér 2. hluta safnraðarinnar Strákarnir okkar, þar er að finna lagið Silfraður bogi af sólóplötunni Dögun.
 

17. nóvember 1997 Útgáfutónleikar plötunnar Trúir þú á engla í Borgarleikhúsinu. Bubbi mætti með fullskipaða sveit Manna. Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikara, Guðmundur Steingrímsson gítarleikara, Jakob Smári Magnússon á bassa og Eðvarð Lárusson gítarleikara.
 

6. desember 1997 Bubbi er meðal þeirra sem kom fram á sérstakri listahátíð í Kjarna í Morflessbæ. Þar sem hann flutti nokkur lög af nýjustu plötu sinni Trúir þú á engla.
 

23. desember 1997 Þorláksmessutónleikar Bubba á Hótel Borg. Þar gaf Bubbi m.a. smjörþefinn af því efni sem hann var að vinna fyrir næstu plötu.
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.