Lag: Bubbi Morthens og Mike Pollock, texti: Bubbi Morthens
Í kvöld hann á að fara á stóra sviðið
hann ferðast bara á fyrsta klassa
á bak við sviðið bíður lítil stúlka
með falsaðan passa.
Hér kemur hann klæddur í silki,
tjásuklipptur með kókaín í hylki,
firrtur raunveruleikanum, týndur
stjörnukomplex, píndur.
Þeir búa til sextákn, poppstjörnur
sem klæðast glimmer á sviði og vaða reyk
hann vill ekkert skilja, hann vill ekkert sjá
hann er í stjörnuleik.
Að morgni eftir nautnanótt hann vaknar
í lofti hanga hrímgrá tóbaksský
örvandi lyf í sig hakkar
til að komast buxurnar í.
Náhvítur með bláa bauga
spegillinn er hans stóra svið
sannleikanum gefur illt auga
því poppstjarnan er blind.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Utangarðsmenn - Geislavirkir (1980)
- Úr kvikmynd - Blindsker, saga Bubba Morthens (2004)
- Bubbi - Sögur af ást landi og þjóð 1980 - 2010 (Aðeins á DVD útgáfunni, 2010)
Athugasemd
Lagið kom einnig út á ensku sem Pop star á plötu Utangarðsmanna - Utangarðsmenn (1994)