Main Header

Blýhöfuðið

Lag: Bergþór Morthens, Rúnar Erlingsson, Bubbi Morthens, texti: Bubbi Morthens

Hann var öðruvísi
dálítið feiminn.
Inní sér á svipinn dreyminn.
Ekki var hann ljótur,
ekki var hann fríður.
Gat verið grimmur, gat verið blíður.

Dagurinn tók aldrei enda
hann lifir í honum enn.
Það átti bara að prófa að fljúga og lenda
hann er víst þar enn.

Augun tóm,
slefan hylur brjóstið.
Heilann þekur storknað lím.
Enginn veit hvað hann skilur,
á sama stigi og fóstrið.
Nema fóstrið mun þroskast
en í honum tómið býr.

Skakkur og skældur
eins og límbrunnið módel.
Votar varir reyna að mynda hljóð.
Hann brosir ef þú nefnir spítala eða hótel,
nema brosinu fylgir alls engin glóð.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Ego - Ego (1984)
Ego - Frá upphafi til enda (2001)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.