Main Header

Þannig er nú ástin

 

Bubbi - 3 heimar
3 heimar

Lag og texti: Bubbi Morthens

Strákar elska stráka
stelpur elska stelpur
stelpur elska stráka
strákar elska stelpur.
Þannig er nú ástin
hún leynist allstaðar.

Nóttin elskar myrkrið
myrkrið þráir ljósið
ljósið finnur daginn
dagurinn kyssir mig.
Þannig er nú ástin
og ástin hún elskar þig.

Konur elska orðið
orðið fylgir rósum
rósir kyssa hjartað
hjartað fórnar sér.
Þannig er nú ástin
já ástin sem betur fer.


Vinsældalistar
#17. sæti DV - Íslenski listinn (28.1.1995) 3. vikur á topp 30 

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.