Main Header

Hún sefur

 

Bubbi - Sól að morgni
Sól að morgni 2002

Lag og texti: Bubbi Mothens

Sumarsins stjarna,sólin bjarta
sjáðu hér hvílir stúlkan mín.
Heyrðu gullna geisla þína
gáðu að hvert ljós þitt skín.
Því hún sefur,stúlkan mín hún sefur.
Stúlkan mín hún sefur.

Sumarmáni með sorg í hjarta
sefur bakvið blámannstjöld.
Hann er að dreyma dimmar nætur
dimmar nætur og veður köld.
Meðan ég vaki,við hlið hennar ég vaki.
Við hlið hennar ég vaki.

Sumarsins vindar varlega blásið
svo vakni ekki rósin mín.
Hljóðlega farið um fjöll og dali
friður frá hennar ásjónu skín.
Því hún sefur,stúlkan mín hún sefur.
Stúlkan mín hún sefur.

Því hún sefur,stúlkan mín hún sefur.
Stúlkan mín hún sefur.
Því hún sefur,stúlkan mín hún sefur.
Stúlkan mín hún sefur.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.