Main Header

Miðnesheiði

 

Utangarðsmenn - Ha ha ha (Rlækju Reggae)
Ha ha ha (Rlækju Reggae) 1980

Lag og texti: Bubbi Morthens og Mike Pollock

Á Miðnesheiði búa
á fimmta þúsund manns
og aðmíráll Byssa
er herra til lofts og lands.
Flokkurinn vill á hann trúa
þeir eru jú vinir hans.
Þeir segja hann aldrei ljúga
hann er vermdari þessa lands.

En vonin er stór þáttur
í lífi þessa manns.
Kannski koma kommarnir
og þá skal stíginn dans.
Eta heilastöppu
drekka blóð með.
Herstöðvarandstæðingar allir
skulu settir í freð.

Ef ekki koma kommarnir
og andstaðan eykst
þá fer hann til Charleston Steiner
sem undan merkjum sveikst.
Charliston mun hjálpa
hann finnur upp ný ráð
þó að það kosti nokkra dollara
niður í stjórnarráð.

Úr heimdalli verður boðuð
ný hvítliðasveit.
Allt skal undirbúið
hver maður á sinn reit.
Það verður logið, það verður slefað
frá hafi upp í sveit.
Og formenn flokksins á vellinum sitja
háma í sig steik.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.