Main Header

1990

4. janúar 1990 Blússveitin Blámakvartettinn með tónleika í Kjallara Keisarans við Laugarveg. Gestur kvöldsins var Bubbi Morthens. Blámakvartettinn skipuð þeim: HaraldurÞorsteinsson: Bassi, Björgvin Gíslason: Gítar, Ásgeir Óskarsson: Trommur og Pétur Hjaltisted: Hljómborð.
 

5. janúar 1990 sýndi Ríkissjónvarpið þátt sem gerður var undir stjórn Egils Eðvarðssonar þar sem Bubbi flutti nokkur af lögum sínum. Sum þeirra mátti þar heyra í nýjum útsetningum.  
 

13. janúar 1990 DV greinir frá því að Bubbi sé að velta fyrir sér að hljóðrita næstu plötu sína í Júgóslavíu. Í viðtali við blaðið segir Bubbi að fyrir utan að hljóðverstíminn sé mun ódýrari þar hafi hann áhuga á að vinna með þjóðlagatónlist Júgóslavanna. Þar sé mikið af frábærum spilurum. Ekkert var þó að þessari hugmynd þó góð væri, því hún átti eftir að taka breytingum. 
 

25. febrúar 1990 Morgunblaðið skýrir frá því að fyrirhugað sé að vinna safnkassa með plötum Bubba. Í sama blaði er skýrt frá því að Friðrik Þór hyggist ljúka heimildarmynd um 10 ár í tónlistarsögu Bubba. Hvorugt þessara verka er þó enn orðið að veruleika.
 

11. apríl 1990 Bubbi er meðal þeirra sem fram komu í Borgarleikhúsinu á tónleikum til styrktar Barnaheillum.
 

21. apríl 1990 Ungmannafélagið Breiðablik fagnar 40 ára afmæli sínu með veglegri veislu m.a komu þar fram Ómar Ragnarson og Laddi. Bubbi Morthens mætti og Síðan skein sól lék fyrir dansi.
 

27. apríl 1990 Stöð 2 sendir út átaksþáttinn Á grænni grein til stuðnings Landgræðslunni. Fjöldi listamanna kom fram í þættinum m.a. Bubbi nokkur Morthens
 

Maí 1990 undirritaði Bubbi nýjan fimm plötu útgáfusamning við Steinar hf. Enda komið í ljós að Geisli, arftaki Grammsins hafði sem útgáfa ekki staðið undir væntingum.

14. júní 1990 efnri tímaritið Teningur til dagskrár meðal þeirra sem komu fram var Bubbi sem þarna las upp ljóð.
 

15. júní 1990 mætti Bubbi í viðtal á Bylgjunni þar sem þeim fanst það nokkuð merkilegt að Bubbi væri farinn að semja og lesa upp ljóð án undirleiks. Bubbi fer þar með ein tvö til þrjú ljóð.
 

16. júní 1990 Rokkskógar, tónleikar í Laugardalshöll, meðal þeirra sem komu fram vau Sykurmolarnir, Megas Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns, Todmobile, Risaeðlan og Bubbi Morthens.
 

27. júní 1990 Tónleikar með Bob Dylan í Laugardalshöll er lokanúmer listahátíðar í Reykjavík árið 1990. Áður en hann stígur á svið lék Bubbi nokkur að lögum sínum. 2900 áhorfendur mættu á tónleikana sem aðdáendum þessa gamla goði rokksins þóttu frábærir. 
  

Júlí - ágúst Bubbi eyddi um mánaðar tíma í vinnu við næstu plötu. Upptökurnar sjálfar fóru þó fram á aðeins 17. dögum. Vinnuheiti þessarar plötu var RASK. En endanlegur titill hennar varð Sögur af landi, Hljómsveitin sem hann fékk með sér til kynningar á plötunni tók sér nafnið Rask.
 

18. ágúst 1990 hófst árleg yfirferð Bubba um landið með tónleikum á Hellisandi á Snæfellsnesi. En framundan voru 34 tónleikar á rúmum mánuði.
 

15. október 1990 Platan Sögur af landi kemur út. Þetta var fyrsta plata hans á merki Steinars útgáfunnar frá því hann sleit samningi við fyrirtækið 1984.
 

1990102121. október 1990 Bubbi og Silja senda frá sér bókina Bubbi og af því teilefni var efnt til útgáfuveislu í Sundhöll Reykjavíkur þar sem þessi mynd var tekin. Fyrsta prentun upp á 2500 eintök seldist strax upp og var þá ljóst að bókin næði góðri sölu. Enda fékk hún talsverða umfjöllun fjölmiðla og fólks almennt. Bókin varð metsölubók fyrir jól og sat góðan tíma í fyrsta sæti yfir best seldu bækurnar. Að jólavertíð lokinni hafði bókin verið prentuð sex sinnum og hún var í flokki best seldu bóka ársins 1990. 
 

25. október 1990 KK með tónleika á Hótel Borg og meðal gestasöngvara er Bubbi Morthens sem blúsaði með honum nokkur lög.
 

1990111515. nóvember 1990 Tónleikar með Bubba á Púlsinum við Vitastíg. Tónleikarnir voru liður í 15 ára afmæli útgáfufyrirtækisins Steinar hf. Þeir eru teknir upp bæði í mynd og hljóði. Hluti þeirra laga sem Bubbi flutti þetta kvöld var síðan nýttur á plötuna Ég er sem kom út ári síðar.
 

9. desember 1990 útgáfutónleikar Sögur af landi á veitingastaðnum Ömmu Lú sem var í kjallara Borgarkringlunnar, sem nú er hlur verslunarmiðstöðvarinnar. Gestur Bubba á sviðinu þetta kvöld var engin annað en Rúnar Júl.  
 

15. desember 1990 Platan Fingraför, þriðja sólóplata Bubba Morthens, er gefin út á CD.
 

23. desember 1990 Árlegir Þorláksmesutónleikar á Hótel Borg og fullt út úr dyrum að vanda.
 

29. desember 1990 birtist niðurstöður gagnrýnenda yfir bestu plötur ársins. Þar mátti sjá Sögur af landi í fjórða sæti. Aðeins þrjár íslanskar plötur voru í 12 efstu sætunum. Glingló – Bjarkar Guðmundsdóttur og Guðmundar Ingólfssonar í 3. sæti það er einu sæti ofar og svo Risaeðlan í 9-12 sæti með plötuna Fame and Fossoles.
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.