Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

1978

1979Þetta ár fer Bubbi að sinna tónlistinni frekar og kemur fram með Vísnavinum sem og á ýmsum pólitískum fundum, ýmist einn eða með fleirum. Bubbi, Tolli bróðir hans, Valdís Óskarsdóttir, Birgir Svan og Baldur Garðarsson komu oft fram saman á þessum fundum þar sem flutt voru ljóð, lesnar smásögur flutt tónlist. Þessi hópur kom fram á stöðum eins og Menntaskólanum að Laugarvatni, Kennaraskólanum og á þorrablóti á Flúðum. Myndin er frá einni slíkri samkomu um þetta leyti.

 

11. september 1978 Bubbi ásamt Tolla koma fram í Félagsstofnun Stúdenta. Eftirfarandi auglýsingartexta mátti sjá í Þjóðvikjanum nokkrum dögum áður: ,,Baráttufundur gegn heimsvaldastefnu gengst fyrir fundi i Félagsstofnun stúdenta mánudaginn 11 . september kl. 20.30 til að minnast þess að 5 ár eru liðin frá valdaráninu í Chile."
Hafa menn síðan lagt að því líkur að þessu tilefni hafi Tolli skrifað hið magnaða texta Chile sem finna má á plötunni Plágan (1981). Þetta hefur þó ekki fengist staðfest af höfundi sjálfum.

Október - Desember 1978 Á þessu tímabili er nú talið að Bubbi hafi efnt til sinnar fyrstu tónleika Útgáfufyrirtækið Gagn og Gaman stóð fyrir fyrstu þim í Norræna húsinu. Áætlað var að útgáfan gæfi út hans fyrstu plötu og jafnvel að tónleikarnir kæmu út á plötu. Bubbi minntist þessarar tónleika sem fyrsta floppsins á ferlinum. Hann lék alls 17 frumsamin lög, flest við ljóð annarra. Meðal laganna voru Grettir og Glámur, Blóðið er rautt, Ísbjarnarblús, Barnið sefur og Bólivar. Allt lög sem hann átti síðar eftir að syngja inn á plötur, ýmist einn eða með hljómsveitum sem hann starfaði með. Tónleikarnir voru hljóðritaðir af Sigurði Bjólu á tveggja rása upptökuband. Eitt laganna sem þarna var hljóðritað má finna á safnplötunni Sögur 1980-1990, annað á afmælisútgáfu Ísbjarnablússins 2005.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.