Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

1985

2.  janúar 1985 hóf Bubbi upptökur fyrir væntanlega sólóplötu sem síðar fékk heitið Kona. Með honum í hljóðverinu var Tryggvi Herbertsson í hlutverki upptökustjóra og þá var Þorleifur Guðjónsson tíður gestur í hljóðverinu með bassann. 

18. janúar 1985 Frétt í Morgunblaðinu segir frá að Íslenska Kvikmyndasamsteypan sem var í eigu Friðriks Þórs Friðsikssonar  sé að vinna heimildarmynd um Bubba Morthens þar sem ferill Bubba verði rakinn frá því hann hóf feril sinn 1980 og til þessa dags. Ekkert varð þó af þessari mynd en umræðan um hana eða ámóta mynd á vegum Friðriks kom þó öðru hverju upp á yfirborðið næstu árin.
 

28. mars 1985 Blúskvöld á efri hæðinni í Hollywood þar sem Klúskompaníið lék. Sú sveit var skipuð eftirtöldum: Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Sigurður Karlsson og Jón Kjell. Sérstakur gestur þetta kvöld var auglýstur Bubbi Morthens. Það má því ljóst vera að Bubbi brá sér í Holly þetta kvöld.
 

apríl 1985 Bubbi undirritaði samning við Mislur. Sem var sjálfstætt sænskt útgáfufyrirtæki. 
 

1. maí 1985 Hátíðarhöld með hefðbundnu sniði víðast hvar og í þetta sinn var Bubbi staddur á Húsavík þar sem hann kom fram og tók nokkur lög.
 

198506066. júní 1985 Gaf Grammið út plötuna Kona. Platan þótti marka tímamót í ferli Bubba sér í lagi hvað textagerðina varðaði, Með þessari plötu stækkaði hlustendahópur hans verulega. Ádeilurokkið sem hann hafði flutt með Das Kapital hafði vikið fyrir fjúfsárum saknaðarmelódíum í anda Leonards Cohen. Þá fór ekki á milli mála að vímuefnameðferðin um áramótin hafði haft áhrif eins og heyra má í laginu um Rómeó og Júlíu og Spegillinn í bréfinu. Daginn eftir var frumsýnt myndband við lagið Frosin gríma í þættinum Skonrokk í Ríkissjónvarpinu. Á (hluta) myndar sem Einar Ólason ljósmyndari tók sést Bubbi kátur með afurð dagsins.
 

20. júní 1985 Önnur tónleikaferð Bubba um landið á árinu hefst. Bubbi spilaði stíft í þessari ferð sem stóð fram yfir miðjan júlímánuð.
 

19850801ágúst 1985 Samtök sem vildu kjarnorkulaus Norðurlönd stóðu fyrir friðarhátíð í Osló snemma í ágústmánuði. Í tengslum við hana voru haldnir stórtónleikar við stökkpallinn í Holmenkollen. Fjöldi norrænna listamanna kom fram fyrir um 15000 áhorfendum þar á meðal Bubbi Morthens. Norska sjónvarpið tók tónleikana upp og sýndi í Norska sjónvarpinu. (mynd: Bubbi á sviðinu í Holmenkollen)
 

10. ágúst 1985 Var gefið út að plata Bubba Morthens Kona hefði þegar selst í yfir 3000 eintökum og væri langsöluhæsta íslenska platan þetta sumar.
 

19850901-11. september 1985 Hörður Torfason heldur afmælistónleika í Austurbæjarbíói. Með Herði koma fram þau Bergþóra Árnadóttir, Kristín Ólafsdóttir, Megas og Bubbi Morthens. Í lok þessara tónleika mættu þeir á sviðið Hörðu, Megas og Bubbi og fluttu saman lagið Þú ert sjálfur Guðjón.
 

17. október 1985 Daganna 17.-20. október efndi Bubbi til tónleika á Norðurlandi. 
 

12. desember 1985 Bubbi með tónleika í Safarí.
 

15. desember 1985 var gefin út tólftommu platan Hjálpum Þeim. Platan skartaði útvali bestu og vinsælustu söngvara þjóðarinnar var átak til hjálpar bástöddum í Afríku. Um tíma leit út fyrir að Bubbi yrði ekki með á plötunni þar sem hann var upptekinn í Svíþjóð við sína næstu plötu. Þá var brugðið á það ráð að senda Gunnar Þórðarson utan með upptökuband og söng Bubbi inn á lagið ytra.
 

23. desember 1985 Hótel Borg auglýsti tónleika Bubba Morthens ásamt í fyrsta skipti Sveina Sextettinn en hana skipa. Bubbi Morthens: Söngur, gítar, Sigurgeir Sigmundsson: Gítar, Jens Hansson: Saxófónn, Guðmundur Ingólfsson: Píanó, orgel, Björgúlfur Eigilsson: Bassi. Síðan þá hafa þessir tónleikar verið skylgreindir sem fyrstu Þorláksmessutónleikar Bubba.
 

19851231tv31. desember 1985 Ríkissjónvarpið sýnir frá umdeildum Áramótadansleik þar sem Stuðmenn sáu um að spila fyrir dansi. Nokkrir gestir litu inn og tóku lagið. Haukur Morthens var þar meðal gesta og tók Egolagið Stórir strákar fá raflost. Bubbi Morthens var þar líka og söng Til eru fræ (Reyndar skeytti tæknideild sjónvarpsins saman púti þar sem þeir sungu saman hluta lagsins og sjónvarpsmenn spjölluðu stuttlega við þá frændur eins og sést á þesssari mynd.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.