Febrúar 1994 Heyrðu aftur 93 kemur út, Þar á Bubbi lagið Það er gott að elska auk þess sem þar er líka að finna lag G.C.D. - Sumarið er tíminn . Lagið sem kom út á plötunni Svefnvana hafði notið mikilla vinsælda og er enn mikið leikið á útvarpsstöðvum
17 febrúar 1994 efndi Bubbi til tónleika á Tveim vinum og annar í fríi.
24 febrúar 1994 var Bubbi aftur mættur á Tvo vini með tónleika. Þar var líka mættur ljósmyndari MBL sem tók þessa mynd
4. mars 1994 var Þorpið formlega opnað í Borgarkringlunni en þetta var samstarf 25 verslana í verslunarmiðstöðinni. Bubbi Morthens mætti og lék við opnunina lög af plötunni Lífið er ljúft.
12. mars 1994 kom platan Bíódagar út. Hún inniheldur lög úr samnefndri mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Bubbi flytur þar titillagið sem náði talsverðri spilun útvarpsstöðvanna. Sama kvöld mætti Bubbi í Frostaskjólið þar sem KR efndi til unglingatónleika í tilefni af 95. ára afmæli félagsins.
14. mars 1994 hljóðritaði Bubbi demó í Stúdíó Sýrlandi með það fyrir augum að heyra hvernig lögin hljómauðu. Síðar var sest niður og vankandar lagaðir. Lögin sem Bubbi tók upp þennan dag voru: Brotin loforð, Jarðaför Bjössa, Ég elska bækur, Jarðaför Bjössa, Bak við fjöllin háu, Hafið er ruslakista þeirra ríku og loks lagið Þetta líf sem G.C.D. léku síðar inn á plötu. Sum þessara laga hljóma ólíkt því sem þau gerðu síðar á plötum Bubba. Ekkert af þessum upptökum hafa komið út. Nokkrum dögum síðar mætir Bubbi aftur í stúdíóið og hljóðritað þá enn fleirri demólög. Meðl annara Sumar konur, Aldrei aftur, Bleikir þríhyrningar, söngur kríunnar og Vonin er það eina sem ég á. Síðast talda lagið hefur aldrei komið út í þeirr mynd. Bubbi endurvann þennan texta frá grunni og reyndar lagið líka. Á plötunni Arfur má finna lokaútfærsluna undir heitinu Hvert fer fólkið.
11. apríl 1994 var Bubbi ásamt KK með tónleika til styrktar atvinnulausum í Borgarleikhúsinu undir Kjörorðinu Atvinnuleysið er komið til að fara. Það þarf ekkert að fjölyrða um það að full var á tónleikunum.
14. apríl 1994 hófst árleg tónleikaferð Bubba um landið þvert og endilangt með tónleikum á Selfossi og stóðu ferðalög Bubba fram til 21. mars. Áætlaðir voru 33 tónleikar í ferðinni.
16. apríl 1994 var Bubbi mættur í 95 ára afmælishóf KR sem haldið var í Frostaskjólinu. Morgunblaðið sagði síðar frá þessum hátíðarhöldum og segir þar svo: "...hápunktur kvöldsins var frumflutningur Bubba á nýju KR-lagi, Við erum KR, sem höfundurinn flutti, með aðstoð hljómsveitarinnar Gömlu brýnanna, við gýfurleg fagnaðarlæti veislugesta. Og þurft Bubbi að flytja lagið fjórum sinnum áður en honum var sleppt af sviðinu..." Á myndinni sem tekin er af Guðmundi Kr. Jóhannessyni má sjá Kristinn Jónsson formann KR þakka Bubbi fyrir lagið.
15. maí 1994 er útgáfudagur plötunnar Íslandslög 2. Þar syngur Bubbi lagið Stína Ó, Stína. Eitt þeirra laga sem Haukur Morthens hafði gert vinsælt á sínum tíma. Umsjón með þessari plötu hafði Björgvin Halldórsson.
2. júní 1994 var Bubbi staddur með gítarinn í verslunarmiðstöðinni Borgarkringlan en hún fagnaði 3. jára afmæli sínu dagana 1-3 júní og mætti Bubbi þar til leiks klukkan 15:45 stundvíslega og lék nokkur lög fyrir viðskiptavinu verslunarmiðstöðvarinnar.
17. júní 1994 var Bubbi ásamt fjölmörgum framámönnum þjóðarinnar staddur á Þingvöllum þar sem fagnað var 50 ára afmæli Íslenska lýðveldisins. En Bubbi var einn fjölmargra listamanna sem þar tróð upp.Eftir þennan dag varð til lag sem Bubbi kallaði 17. júní 1994. Sama kvöld var Bubbi ásamt KK á Lækjartorgi.
30. júni 1994 var kvikmyndin Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson frumsýnd í Stjörnubíói. Bubbi Morthens átti titillag myndarinnar sem kom út á plötu samnefnd myndinni
15. júlí 1994 kom úr smáskífan Yrkjum landið sem var styrktarverkaefni við skóræktarátak sem var í gangi þetta sumar. Bubbi raddar í þessu lagi ásamt fjölda vel þekktra söngvarar.
29. júlí 1994 - 3. ágúst 1994 það er verslunarmannahelgina, var haldið Neistaflug á Neskaupstað. Bubbi Morthens var einn þeira sem þar kom fram.
4. ágúst 1994 var Bubbi með tónleika á Café Royal.
7. ágúst 1994 var Bubbi sérstakur gestur í þætti Ragga Bjarna á útvarpsstöðinni FM. En Raggi hafði þá verið með sérstakann útvarpsþátt í ein 3. ár sem nefndist Tímavélin.
26. ágúst 1994 efndi Bubbi til síðsumarstónleika á Púlsinum.
27 ágúst 1994 var Bubbi einn þeirra sem kom og skemmti á 8. ára afmælisfagnaði Bylgjunnar og Stöðvar 2. á Hótel Íslandi. En þar var opin fjölskylduskemtun að deginum og stórveislu að kvöldinu. og kvöldið eftir var Bubbi ásamt Gölmu Brýnunum á Eiðistorgi þar sem KR fagnaði sigri í Mjólkurbikarnum. En félagið hafði ekki unnið þann bikar í þrjú ár.
9. september 1994 opnaði Sævar Karl verslunina Oliver við Ingólfsstræti. Margt var það um manninn og auk týskusýningar var boðið upp á skemmtiatriði. þar á meðal stigu saman á svið þeir Egill Ólagsson, Bubbi Morthens og Bogomil Font.
11. september 1994 sýndi Ríkissjónvarpið heimildarmynd um Bubba þar sem fylgst er með gerð plötunnar Lífið er ljúft, Þar er spjallað við Bubba og nokkra aðila nákomna ferli hans. Yfirskrift myndarinnar er: Hamingjan er hugarástand sem byrjar með brosi. (myndin hér til hliðar er úr umræddri heimildarmynd).
15. september 1994 Blús fyrir Rikka, Dögun og Frelsi til sölu eru endurútgefnar á CD Útgefandi er Spor. Þar má sjá lítilega breytingu á útliti síðastnefndu plötunnar. Sama dag kom út tvöföld plata til minningar Guðmundi Ingólfssyni á vegum Jazzís. þar er lagið Bourgeosis blues í flutningi Bubba.
16. september 1994 var haldin tónlistarveisla á Akranesi - Skagarokk. Bubbi meðal þeirra sem þar komu fram.
26. september 1994 voru Bubbi og þeir Pollock bræður Mike og Danny staddir saman í Stúdíó Sýrlandi þar sem farið var yfir upptökur Utangarðmanna frá því í Svíþjóð 1981. Tilgangurinn var að gera upptökurnar útgáfuhæfar og gefa þessa tónleika sveitarinnar út á plötu. Ljósmyndari mbl. mætti á svæðið og smellt af einni mynd af þeim félögum. í umfjöllun blaðsins nokkru síðar var sagt að upptökurnar væru frá 15. júní 1981. Líklegri dagsetning er 15. maí.
30. september 1994 var Bubbi með tónleika á Púlsinum.
7. október 1994 Bubbi á Langasandi, Akranesi með tónleika. Kvöldið eftir á Hafbirninum í Grindavík.
9. október 1994 birtist í verslunum platan 3 heimar. Almennt fékk platan góða gagnrýni og viðbrögð plötukaupenda voru jákvæð.
12. október 1994 efndi Skífan til útgáfuteitis á Kaffi Reykjavík. Þar sem kynntar voru útgáfu ársins með áherslu á þær plötur sem kæmu á markað frá þeim fyrir jólin. Meðal þeirra sem blúsuðu á sviðnu voru Bubbi Morthens og Björgvini Halldórs en að þeir komi fram saman verður að teljast fátítt. Við sama tækifæri fékk Bubbi afhenta gullplötu fyrir aðild sína að plötunni Íslandslög 2. En Björgvin Halldórsson sá um gerð þeirrar plötu.
20. október 1994 efndi Bubbi til útgáfuteitis á bílaverkstæðinu Svissinn. Þar sem hann með gítarinn tók nokkur laga af nýjustu afurðinni. Kvöldið eftir 21. október tók Bubbi ásamt hópi fólks þátt í afmælisfagnaði Aðalstöðvarinnar á Hótel Íslandi. Þar flutti Bubbi efni af nýrri plötu í bland við eldri lög. En útvarpsstöðin var þar að fagna fimm ára afmæli sínu.
25 október 1994 sendi Bubbi frá sér barnabókina Rúmið hans Árna sem myndstreitt var af bróðir hans Tolla.
27. október 1994 hefst fyrsti áfangi í tónleikaferð Bubba þar sem hann var að nynna síðustu plötu sína með tónleikum á Hóel Eddu á Kirkjubæjarklaustri, síðan kom hann við á Hornafirði, Eskifirði, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Vopnafirði og loks á Laugum, Húsavík
1. desember 1994 var í tilefni af alþjóðlegu degi alnæmis efnt til fjölskylduskemmtunar í Kolaportinu við Tryggvagötu. Meðal þeirra fjölmörgu sem þar komu fram var Bubbi Morthens.
9. desember 1994 voru í hádeginu saman komin um 300 manns á bifreiðaverkstæðinu Svissinn við Tangarhöfða. Tilgangur gestanna var að hlýða á nokkra listamenn og þar voru nöfn eins og Kristján Jóhannsson óperusöngvar. rithöfundarnir Thor Vilhjálms og Einar Kárason, og ekki má gleyma tónlistarmönnunum Bjartmari Guðlaugssyni og Bubbi Morthens.
11. desember 1994 voru árlegir styrktartónleikar Krabbameinssjúkra barna í Háskólabíói og Bubbi meðal þeirra sem fomu fram.
15. desmeber 1994 Bubbi með tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum. Kvöldið eftir var Bubbi með tónleika á Akranesi og kvöldið þar á eftir á Selfossi.
23. desember 1994 tónleikar með Bubba á Þorláksmessu á Hótel Borg.