Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

2000

8. janúar 2000 hafði útgáfustjóri Skífunnar Friðþjófur Sigurðsson samband við Bárð Örn Bárðarson og fékk hann til starfa á ný, Verkaefnið var safnplata með Utangarðsmönnum. Áætlunin: Öll útgefin lög sveitarinnar sem gefin hafa verið út á plötu en ekki enn komið út á CD. Mánuði síðar var stefnunni breytt að ósk Bárðar þar sem of mörg lagana yrðu þá bæði á ensku og íslensku. Því var sett upp það sem kallast yfirlitsplata, en þó með áherslum á að koma sem flestum laga sveitarinnar á CD.
 

9. mars 2000 Bubbi með tónleika á Kaffi Reykjavík.
 

2000031414. mars 2000 var efnt til skemmtikvöld fyrir vistmenn á Hrafnistu í Reykjavík. Þar voru m.a. Bubbi Morthens og Séra Karl Sigurbjörnsson biskup. Þetta væri kannski ekki í frásögu færandi nema að þeir nýttu tækifærið og sungu andartak saman í laginu Krummavísum sem allir ættu að þekkja; Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn. (mynd: mbl/Árni Sæberg).
 

16. mars 2000 fóru fram Íslensku tónlistarverðlaunin á Grand Hótel í Reykjavík. Bubbi Morthens fékk þar heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til Íslenskrar tónlistar.
 

23. mars 2000 var platan Ný Spor gefin út á CD. Þar með höfðu allar LP stúdíóplötur Bubba komið úr á þessu formati.
 

8. apríl 2000 efndu Umhverfisvinir til hátíðarsamkomu á Hótel Borg. Meðal þeirra sem komu þar fram var Bubbi Morthens.
 

11. apríl 2000 Kl: 14:00 var efnt er til blaðamannafundar á Kaffivagninum við Granda þar sem mættir eru fjórir fyrrum meðlimir Utangarðsmanna. Þ.e.a.s. allir nema Rúnar bassaleikari sem var staddur í Danmörku. Þar var og mættur Kiddi í Hljómalind sem var kynntur sem tour-manager eða tónleikaframkvæmdarstjóri. Tilenfið var einmitt að boða að sveitin kæmi saman á ný og myndi halda tónleika á nokkrum stöðum víðsvegar um landið. Danny Pollock fékk fáum dögum síðar leigt húsnæði í Bolholti þar sem sveitin hóf æfingar fyrir væntanlegan tónleikatúr.
 

20000533Apríl-maí 2000 skrapp Bubbi víða og hélt einstaka tónleika á tímabilinu apríl og maí. Til dæmis á veitingahúsinu Kristjáni X á Hellu þar sem vel var mætt og þessi mynd var tekin. (mynd: mbl/Aðalheiður).
 

5. maí 2000 Sögur 1980-1990 er enn á lista yfir mest seldu plötur landsins og hafði þennan dag setið á listanum í heilar 25 vikur. En ángt var liðið frá því Bubbi hafði átt plötu svo lengi á lista sem þessum.
 

22. maí 2000 kom í hillur verslana plata Bubba og Guðmundar Péturssonar – Bellman. Þar sem Bubbi flytur lög þessa sænska snillings við gítarundirleik Guðmundar. Sama dag voru tónleikar Bubbi og Guðmundar í íslensku óperunni fyrir fullu húsi. Þessir tónleiar voru opnunaratriði listahátíðar í Reykjavík að við stöddum forseta íslands. Tónleikarnir fengu toppeinkunn gagnrýnenda. Þeir sem misstu af þeim misstu af stórkoslegum atburði sem aldrei verður endurtekinn.
 

15. júní 2000 Bubbi og Guðmundur Pétursson héldu Bellman tónleika í Bláa Lóninu. Ríkharður Ö. Pálsson skrifar dóm um tónleikana í Morgunblaðið tveim dögum síðar og gefur þeim góða dóma.
 

24 júní 2000 Mættu Utangarmenn í hljóðver og tóku upp lagið Íslenski draumurinn tveim dögum síðar var lagið mixað og hljóðjafnað en endanleg mastering fór fram 27. júní.
 

6. júlí 2000 mættu Utangarðmenn á Hard Rock Café og héldu þar blaðamannafund auk þess sem þeir léku tvö lög. Íslenski draumurinn og Hrognin eru að koma. Í lok síðara lagsins sleit Rúnar streng og var því látið staðar numið í spilamennskunni.
 

14. júlí 2000 Fyrstu tónleikar Utangarðsmanna síðan í ágúst 1981 haldnir í Egilsbúð, Neskaupstað.
 

2000071515. júlí 2000 Utangarðsmenn efna til tónleika í Sjallanum á Akureyri. Þar var hvert stæði skipað og pakkfullt hús. Aðra eins tónleika höfðu menn ekki upplifað í Sjallanum. Undir lok tónleikana var dansað á hverju borði, stól og um öll gólf. Yfir þessa tónleika er aðeins til ein setning – GARGANDI STEMMING.
 

22. júlí 2000 voru haldnir tónleikar ársins. Utangarðsmenn með stórtónleika fyrir fullu húsi í Laugardalshöll meðal sveita sem hituðu upp voru Lúdó og Stefán. Liðið var vel með á nótunum og náðu þessir síungu rokkboltar upp fínu stuði áður en Utangarðmenn stigu fram. Tónleikarnir vour festir á filmu og þeim síðar sjónvarpað af Stöð 2 og Sýn.
 

17. september 2000 var vegleg afmælissýning á Brodway þar sem m.a kom fram nokkur af stærri nöfnum íslenskra skemmtikrafta og tónlistarmanna eins og Diddú, Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, Raggi Bjarna, Hemmi Gunn, Magnús Ólafsson og ótal fleiri og einnig var þar Bubbi Morthens. Ástæðan var 60. ára afmæli Ólars Ragnarsonar.
 

200010066. október 2000 var á dagskrá Ríkissjónvarpsins fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð þar sem valinn tónlistarmanður mætti í sjónvarpssal og lék nokkur lög að viðstöddum áhorfendum. Bubbi Morthens var fyrstur í röðinni og var þátturinn sýndur þetta kvöld. Þessi mynd er úr sjónvarpssal
 

23. október 2000 var útgáfudagur síðari yfirlitsplötunnar Sögur 1990-2000. Á henni eru valin lög af sólóferli Bubba frá 1990-2000 auk tveggja nýrra laga. Sami mannskapur vann þessa plötu og þá fyrri. Platan fékk þó ekki eins góða dóma gagnrýnenda. Þar þótti vanta meira af áður óútgefnu efni. 
 

8. nóvember 2000 voru haldnir sérstakir tónleikar á Gauki á Stöng til heiðurs Óla Palla á Rás 2. undir yfirskriftinni Óli Pall 2000. Bubbi Morthens var einn margra sem þar komu fram.
 

18. nóvember 2000 var frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Bubbi hefði með aðstoð lögmanns krafist skaðabóta vegna notkunnar símafyrirtækja á hringitónlum með tónlist sinni. Ætlunin væri að krefja bæði STEF og símafyrirtækin um bætur vegna misnotkunnar á tónlist og nafni hans. Fram kom í fréttinni að Eiríkur Tómasson Framkvæmdarstjóri STEFS taldi að hér væri misskylningur á ferð og teldi málið leysast innan fárra daga.
 

25. nóvember 2000 var Bubbi ásamt Sríð og frið með tónleika  á Gauk á stöng skömmu eftir að gagngerðar breytingar á staðnum. Sveitina skipuðu auk Bubba þeir: Guðmundur Pétursson gítar, Pétur Hallgrímsson gítar, Jakob Magnússon bassi og Arnar Ómarsson á trommur.
 

29. nóvember 2000 var að tillögu Sameinuðu Þjóðanna haldinn alþjóðlegur samstöðudagur með Palestínu. Félagið Ísland-Palestína stóð þá fyrir dagskrá á Kornhlöðuloftinu, Lækjarbrekku (við Bankastræti) meðal þeirra sem þar komu fram voru Hörður Torfason og Bubbi Morthens.
 

200012055. desember 2000 var efnt til sérstakra tónleika á Gauki á Stöng undir yfirskriftinni Útvarp Andrea. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Andreu Jónsdóttur útvarpskonu með meiru. Vildu listamennirnir með þessu þakka Andreu fyrir frábært framlag hennar til Íslenskrar tónlistar. Mikill fjöldi listamanna kom fram á Gauknum þetta kvöld s.s Hljómar frá Keflavík, Bubbi með Stríð og Frið sér til aðstoðar, Stuðmenn, KK og Maggi Eiríks. Magnús og Jóhann Todmobile, Bjartmar Guðlaugs og fl. Þessi mynd var tekin af Bubba þetta kvöld á Gauknum (mynd: mbl/Björg)
 

2000121515. desember 2000 var Bubbi við áritanir í verslunum Skífunnar sem og næstu tvo daga. Á þessari mynd sem tekin var á Laugaveginum sést Bubbi spjalla við Traust, einn harðasta Bubbaaðdáenda landsins og ekki þarf að efast um að platan sem hann heldur á hefur fengið fína áritun frá goðinu.
 

22. desember 2000 voru Bubbi og Guðmundur Pétursson meðal fleiri listamanna sem mættu á Bílaverkstæðið Stjörnuna í Grafavogi þar sem haldin var einskonar menningarvaka. Þessi uppákoma sem tíðkast hafði á Bílaverkstæðinu Svissinum við Tangarhöfða var m.ö.o komi á Stjörnuna í Grafavoginum og Bubbi og Guðmundur tók þarna nokkur Bellmanlög.
 

23. desember 2000 Árlegir Þorláksmessutónleikar, þarf að segja eithvað meira? Jú kannski þetta var árið sem Bubbi sagði eitthvað um einhvern sem fór ótrúlega fyrir brjóstið á einhverjum öflum og varð þess valdandi að Rás 2 kvíldi sig á Bubba og Bubbi á Rásinni hvað Þorláksmessutónleika varðaði.  

30. desember 2000 sat safnplatan Sögur 1990-2000 í 10. sæti yfir best seldu plötur landsins en platan hafði þá verið á topp 10 í heilar 6 vikur.
 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.