Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Ísbjarnarblús

Vísnavinir - Vísnakvöld
Vísnakvöld 1980

Lag og texti: Bubbi Morthens

NÓTA, Bubbi, frá plötunni Línudans: Það er lítið að segja um Ísbjarnarblús nema hvað, ég stend fastur á því að vinna aldrei meir í því fyrirtæki.   

Við vélina hefur hún staðið, síðan í gær
blóðugir fingur, illa lyktandi tær.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.

Á skrifstofunni arðræninginn situr og hlær
því línuritið sýnir að afköstin eru meiri í dag en í gær.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.

Herbergið mitt er uppi á verbúð, þar lifa lýs og flær
þó á ég litasjónvarp og frystikistu sem hlær.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.

Sigga á borði númer 22 hún hætti í gær
ég er að spekúlera að hætta líka.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.

Það er enginn fiskur í dag, þið getið farið heim og slappað af
tekið ykkur sturtu eða farið í bað.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær.

Ég ætla aldrei, aldrei, aldrei
aldrei meira að vinna í Ísbirninum.
Ó nei ég ætla aldrei, aldrei
aldrei, aldrei meira að vinna í Ísbirninum.
Ég ætla með kíló af hassi út í náttúruna
fíla grasið þar sem það grær.


Vinsældalisti
#3. sæti MBL - Tónlistinn (3.1.2008) 3 vikur á topp 10, 4 vikur á topp 20*
#5. sæti Tónlist.is - Netlistinn (2. vika 2008) 5. vikur á topp 10*
* Sú útgáfa lagsins sem komst inn á listana er með Bubba og Stórsveit Reykjavíkur

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.