Lag og texti: Bubbi Morthens
Það var fallegt veður og sundið eins og gler
sólin var að undirbúa för sína
Vetur var á fjöllum fölur að sjá
og þú fannst þennan dag töskuna mína.
Það var dagurinn sem bankinn
dagurinn sem bankinn
dagurinn sem bankinn þinn dó.
Nóttin féll af himnum hrollköld og hrá
lófi minn fann aldrei þinn
Ég vaknaði og vissi ekki hvar ég var
Fyrr en ég sá gítarinn minn.
Það var daginn sem bankinn þinn
daginn sem bankinn þinn
daginn sem bankinn þinn dó.
Og nú er staðan þessi; Fjöllin dug’ ekki til
Þótt við seldum hálendið, völu fyrir völu
Þá rúmar skuldin enga tölu
Þú kinkar kolli, segir ég skil
og ég hvísla; Ég elska þig jafnmikið
Og daginn sem bankinn minn
daginn sem bankinn minn
daginn sem bankinn minn dó
Athugasemd
Flutt í Færibandinu 9. febrúar 2009