Lag og texti: Bubbi Morthens
Það er maður með höfuð í ískápnum
hjarta á pönnunni, snarkandi.
Hann er kennari og kvelst
nema þegar einhver veinar, sparkandi.
Þá brosir hann stutta stund
síðan fer hann á fund.
Hann er mannæta, ekki hrææta
heldur mannæta, dýrsæt mannæta
feimin mannæta, nördaleg mannæta.
Hann er vel lesinn, kemur vel fyrir.
Vinafár, hændur að börnum.
Hann er kennari og kvelst
nema einhver hafi tapað öllum vörnum
þá verður hann harður stutta stund
þá lýsist upp hans lund.
Minnir á Mexíkanskan hund.
Hann er mannæta, ekki hrææta
heldur mannæta, dýrsæt mannæta
feimin mannæta, nördaleg mannæta.
Limurinn er í vaksinum, restin í baðkarninu
sá dauði stjórnaði banka
nú lyggur hann með blágráa skanka.
Hann hafði helling að segja
Hann var mjög lengi að deyja
Hann grátbað en var sagt að þegja.
Ég er mannæta, ekki hrææta
heldur mannæta dísæt mannæta
feimin mannæta, nördaleg mannæta.
Ég er mannæta, ekki hrææta
heldur mannæta dísæt mannæta
feimin mannæta, krúttleg mannæta.
Athugasemd
Flutt í Færibandinu24.ágúst 2009