Lag og texti: Bubbi Morthens
Helltu nótt í bollann minn
ég skal drekka daginn þinn
Maður án vinnu er brotinn maður
Segðu mér hvar er hans staður?
Vonin er vina mín
vonin er systir þín
vonin er hjartans mál
vonin er ísblá sál
Hver ber ábyrð og svarið er
vindurinn og kannski einhver
Alþingismenn þeir brugðust allir
meðan útrásarvíkingar byggðu hallir
Vonin er vina mín
vonin er systir þín
vonin er hjartans mál
vonin er ísblá sál
Tár þín eru verðlaus vinur minn
eitt og eitt falla á heiður þinn
stattu keikur, berðu höfuð hátt
trúðu á þinn æðri mátt
helltu nótt….
Vinsældalistar
#8. sæti Rás 2 - Vinsældalisti Rásar 2. (27.12 2009) 3. vikur á topp 10
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





