Lag og texti: Bubbi Morthens
Allt á sinn tíma, stað og stund.
Stjarna í húmi nætur
sem liðnu ljósi blikar skær
líkt og ástin sem þú grætur.
Og ég veit og ég skil
að elska er að finna til.
Allt á sinn tíma, stað og stund
Og ég veit og ég skil
ég elska og ég finn til.
Allt á sinn tíma, stað og stund
eins og sólsetrið við ósinn
Þú sem fegurst allra ert
þín fallega íslenska rósin.
Og ég veit og ég skil
að elska er að finna til.
Allt á sinn tíma, stað og stund
Og ég veit og ég skil
Að elska er að finna til.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





