Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég gerði mitt besta
sá þegar bylgjan féll.
Ég hljóp aldrei í felur
tók bara þennan skell.
Ég horfði á drauma falla
augu full af tárum
heyrði einhvern kalla
fyrir ógnarmörgum árum .
Ég fékk mér aðra línu
ég gleymdi sjálfum mér.
Ég dansaði inn í dögun dagsins
við skuggann af þér.
Ég gerði mitt besta
sá þegar bylgjan féll.
Hljóp aldrei í felur
tók þennan skell.
Á hnjánum leit til himins
og hrópaði nafnið þitt.
Skilaði mínu nafni
og tók í staðin hitt
Ég fékk mér aðra línu
gleymdi sjálfum mér.
Ég dansaði inn í dögun dagsins
við skuggann af þér.
Ég fékk mér aðra línu
ég gleymdi sjálfum mér.
Dansaði inn í dögun dagsins
við skuggann af þér.
Ég fékk mér aðra línu
gleymdi sjálfum mér.
Dansaði inn í dögun dagsins
við skuggann af þér.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





