Lag: Jakob Smári Magnússon, Texti: Bubbi Morthens
Það er vetur og vindurinn næðir
Vonin er hnýpin og aum
Þeir hnýttu þjóðinni snörur
og ráku út í óvæðan straum.
Og fólkið er fallbyssufóður
og þeir fyrstu sem fara í kaf
verða Gummar, Jónur og Gunnur
en þeir seku komast alltaf af.
Heimili landsins hrynja
Vígvöllinn finnur þú þar
og bankinn sem blóðið þitt drekkur
er að hirða úr þér taugarnar.
Börnin og konan þau kúra
kannski var ekkert að
Samt eitthvað lá í lofti
Á hnjánum einhver bað.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum