Lag og texti: Bubbi Morthens
Þau misstu bæði vinnuna
veröldin hrá og grimm
læddist inn um gluggann
þá var nóttin ennþá dimm.
Skömmin sefur milli þeirra
eitt bak getur orðið kallt.
Hugsanir í myrkri vafra
skilja spor út um allt.
Hann situr skoðar myndir
hún grætur í koddann sinn
börnin vaka skynja óttann
sem læðist til þeirra inn.
Lífið heldur áfram
valtar yfir hvern þann
sem er ekki tilbúinn að berjast
það ekkert annað kann.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





