Ljóð: Bubbi Morthens
Köld húsin horfa til sólar
og hlusta eftir skóhljóði
sumarsins
Saltbrenndir gluggar gráir til augnanna
geyma fingraför barna
Esjan er þarna ennþá
á hvolfi í flóanum
engnir hvalir blása lengur
henni til dýrðar
eins og þeir gerðu áður fyrr.
Símastaurar Tómasar
hver þekkir þá
þessa lífrænu súlur
sem sungu fyrir fyllibyttur
ég þekki bara þessa gráu
sem vefja sig utanum bíla
og smella kossi á deyjandi fólk.
Athugsemd
Ljóðið birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. janúar 1996