Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Sigurður er sjómaður

 

Utangarðsmenn - Geislavirkir
Geislavirkir 1980

Lag: Jónatan Ólafsson, texti: Númi Þorbergsson / Utangarðsmenn

Sigurður er sjómaður
sannur vesturbæingur
alltaf er hann upplagður
út að skemmta sér.

Dansar hann við dömurnar
dásamaður allstaðar
með ungar jafnt sem aldraðar
út á gólfið fer.

Dansar hann á tá og hæl
vínarpolka, vals og ræl
þolir hvorki vol né væl
vaksur maður er.

Sigurður var sjómaður
hrikalega laglegur
en núna er Siggi lamaður
hjólastólnum í.

Varð hann undir toghlera
er burtu vildi tóg skera
engar fékk hann bæturnar
hjólastólnum í.


Vinsældalisti
#5. sæti Vísir - Vinsælustu lögin (5.12.1980) 2. vikur á topp 10 

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd

Eitt þeirra laga sem tekið hefur breytingum í heiti frá einni útgáfu til annarar það er ýmist; Sigurður er eða var sjómaður. Þess skal svo einnig getið að lagið var skráð undir heitinu Laus og liðugur á CD útgáfu plötunnar frá árinu 1992 en það er upprunalegt lagaheiti Jónatans Ólafssonar sem er höfundur lags.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.