Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Þorskacharleston

 

Bubbi - Ísbjarnarblús
Ísbjarnarblús 1980

Lag og texti: Bubbi Morthens

Frystihúsið eins og gapandi tóft
blasir við mér allan daginn.
Í vélarsalnum vofur ganga um gólf
tínandi upp hræin.

Klukkan tólf að kveldi leggst ég til svefns
dreymi um að komast í bæinn.
Þeir koma og ræsa mig klukkan sjö
stimpilklukkan býður góðan daginn.

Inn í tækjasal bólugrafnir unglingar
skipa út þúsund af kössum
meðan verkstjórinn gengur um gólf
líkt og kónguló með flugur í pössun.

Inní sal tugir jómfrúa með hvíta svuntur
mala gull fyrir herrann og hans lið
en útí horni í glerkassa undirtyllan situr
horfir yfir salinn með guðdómlegum svip.

Niðrí móttöku öldungurinn stígur
sinn feigðarvals, með þorskinn við hönd
en kreppt lúkan um stinginn blífur
kastar fisknum uppá færibönd.

Karfi, ufsi, þorskur, ýsa
kanna nú ókunnug lönd.
Á matarborði í Flórída
gælir við þá demantsskreytt hönd.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.