Lag og texti: Bubbi Morthens
Ef þú gætir skilið og skoðað það rétt
að skammta mönnum dauðann er honum létt.
Aðrar þjóðir í hlekkjum hefur
hatur og fávisku börnum gefur.
Þú mátt ekki sofa, þú verður að vaka
Varast´u grafir hans fullar af raka
Lævís skratti með tungur tvær
Tvö horn og hala, hófa og klær
Í lævísum tón talar um þá rauðu
tekur við skýrslum, telur þá dauðu.
Fagnandi býður þér brosandi að gefa
blóð þitt fánanum án alls efa .
Leiðin til himna er hans breiða gata
högglistarhermenn þjálfarar hata.
Æsku landsins ljúgandi tekur
Lamandi traust í öllum vekur
Og hún lærir að myrða meiða og pína
Við mánans sig kveður söngvana sína
Hann býr til leiki handa ljúfum strákum
Er lenda í klónum á svöngum krákum
Í lævísum tón talar um þá rauðu
tekur við skýrslum, telur þá dauðu.
Fagnandi býður þér brosandi að gefa
blóð þitt fánanum án alls efa .
Þú mátt ekki sofa, þú verður að vaka
Varast ´u grafir hans fullar af raka
Lævís skratti með tungur tvær
Tvö horn og hala, hófa og klær
Í lævísum tón talar um þá rauðu
tekur við skýrslum, telur þá dauðu.
Fagnandi býður þér brosandi að gefa
blóð þitt fánanum án alls efa .
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugsemd:
Bubbi breytti og lagaði síðan þennan texta og nefndi hann Freedom for sale á plötunni 56 Þegar hún kom út 1988.