Lag: Bubbi Morthens og Daniel Pollock, texti: Bubbi Morthens
Hversu sárt er að missa, skilja ekki neitt
Hversu sárt er að finna hve lífið er orðið þreitt
Hversu leitt er að horfa á auðvaldið svo feitt
Og ég vona, það er trú mín að þessu verði breytt
Þann dag skulu bílar þeirra opnaðir með aðgerðarhnífum
vínskápar þeirra skulu fá að æla blóði
Þann dag skal allt þeirra dót tilheyra lýðnum.
Byssur gera þeim heyrkunnugt,
raddir þögla manna er myrða í hljóði
Þeir hafa troðið, þeir hafa spýtt
á rétti þínum kæri bróðir
Í gegnum aldirnar og það munu þeir gera enn.
Þeir myndu selja hvað sem væri, jafnvel þeirra eigin móðir
Við verðum að sýna þeim að enn eru til konur og menn
Því þegar kallið kemur má enginn víkja sér undan
menn af sjó og landi, lýður sveitum frá
Þeir skulu fá að svara fyrir sakir sínar þessir djöfuls hundar
fyrir framan dómstól alþýðunnar sem mun dæma þá.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





