Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um plötuna Von

Þessi plata er óvenjuleg að því leyti að hún hljómar vel við fyrstu hlustun, en heldur svo áfram að hljóma betur og betur eftir því sem oftar er hlustað, en ósjaldan er þessu þveröfugt farið. Þetta segir mér að tónlistin á plötunni sé bæði góð og skemmtileg, en það tvennt fer hreint ekki alltaf saman.
(Morgunblaðið / Sveinn Guðjónsson 19.des. 1992)


Suðrænir taktar hafa fylgt Bubba allan ferilinn, Um það vitna lög eins og Spánskur dúett í Breiðholti sem reyndar var líka kallað Breiðholtsmelódía um tíma, Fyrsti Maí í Malaga og svo er til upptaka af Stál og hníf þar sem greina má Suðurameríska takta í lok lagsins. Allt eru þetta lög sem urðu til áður en Bubbi gaf út sína fyrstu plötu Ísbjarnarblús. En þó Bubbi hafi árum saman daðrað við þessar tónlistarstefnur var það ekki fyrr árið 1992 sem skrefið var stígið til fulls og vann heila plötu í þessum stíl, Von. Ef finna ætti þessari plötu réttan stað í alþjóðlegri plötuverslun færi hún líklega í rekkann merktun “Latin-Music” og yrði þá með tónlist ættaðri frá Latnesku Ameríku og löndunum í Karabíska hafinu. En hér heima höfum við hana bara með öðrum Bubbaplötum.

Meðan Bubbi og Svíinn Christian Falk voru að vinna saman plötuna Nóttin langa 1989 fór Bubbi að viðra við hann gamla drauma sína um að gera plötu undir suður-amerískum áhrifum. Christian Falk leist vel á hugmyndina og voru nær lagðar línur í að þeir ynnu saman að því að gera þennan draum Bubba að veruleika. Hugmyndin var að þeir færu jafnvel til Brasilíu og ynnu þar tilraunakenda plötu með að blanda saman evrópskri popptónlist og Suðuramerískri danstónlist. En áður en þessar fyrirætlanir þeirra félaga náðu fram að ganga lést jazzgeggjarinn og píanóleikarinn Guðmundur Ingólfsson. En lát hans átti eftir að hafa mikil áhrif á þessar áætlanir þeirra félaga. Það er ekki af ástæðulausu sem platan Von opnar á minningaróð um Guðmund Ingólfsson. Því hann á stóran þátt í að þessi plata varð eins og hún er. Hvernig má það vera, að látin maðurinn hafi eitthvað með þessa plötu að gera?, kann einhver að spyrja

Jú, ástæða þess er að á minningartónleikum um Guðmund Ingólfsson sem haldnir voru 24 desember 1991 mætti Bubbi með nýsamið lag sitt  Þínir löngu grönnu fingur, sem hann hafði samið sérstaklega um vin sinn og samstarfsfélaga Guðmund Ingólfsson, Þar viðraði Bubbi hugmyndir sínar um að hljóðrita plötu í Brasilíu við djassarann Tómas R. Einarsson, Tómas stakk þá upp á Kúbu. Bubbi greip hugmyndina á lofti og hóf að kanna málið. Stóð þá til að með Bubba færu utan Christian Falk og trommuleikarinn Gulli Briem ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni sem ætlaði að festa förina á filmu.


Þegar til kom átti Christan Falk ekki tíma í verkefnið og voru þá góð ráð dýr. Í hans stað var fengin annar galdramaður til verksins Eyþór Gunnarson, Snemma í apríl 1992 eða, nánar tiltekið; fimmtudaginn 7. þess mánaðar var lagt upp í langferð. Stefnan var sett á Havana á Kúbu í þeim tilgangi að hljóðrita grunna plötunnar. Eins og áður segir voru með í för Eyþór Gunnarsson í hlutverki útsetjara og upptökustjóra og trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Þar með hófst samstarf þessara aðila sem átti eftir að standa í nokkuð mörg ár. En auk þeirra og Bubba var Bergur umboðsmaður með í ferðinni.
Eftir nokkuð erfitt ferðalag þar sem hluti liðsins lenti á vitlausum flugvelli komst mannskapurinn þó að lokum á áfangastað Havana á Kúbu. Þar sem þeir fengu konunglegar móttökur af helstu framámönnum tónlistarsamtaka á Kúbu. Það hittu Bubbi og félagar einnig fyrir eina frægustu þjóðlagasveit Kúbverja, Sierra Mastera, Sveit sem stofnuð hafði verið 1976 og tekið sér nafn sem dregið er af fjalli í austanverðu landinu, þar sem þeir sögðu rætur sínar liggja. Sierra Mastera var Íslendingum ekki ókunn. Hún hafði komið hingað til lands 1985 og haldið þrenna vel heppnaða tónleika á Hótel Borg.

Eftir að hafa farið í stutta skoðunarferð um borgina var ákveðið að hefja æfingar laugardaginn 9. maí og kynna þar lögin sem Bubbi mætti með að heiman fyrir svetiinni. Sierra Mastera er sveit  vönd að virðingu sinni og sem dæmi um það varð Bubbi að þýða fyrir þá alla textana á ensku áður en þeir samþykktu að spila undir. Þeir vildu nefnilega vita um hvað textarnir fjölluðu áður en þeir lögðu nafn sitt við verkið.

Tveim dögum síðar eða þann 12. maí hófust svo upptökur í Egrem stúdíóinu í Havana og gengu upptökur vonum framar. á aðeins fjórum dögum voru grunnar 10 laga teknir upp og lauk upptökum þann 16. maí og hófu þeir þá að ,,döbba" það er að bæta inn aukahljóðfærum.  Aðrar upptökur voru síðar unnar hér heima í ágúst sama ár og mættu þar margt manna til aðstoðar.  Má  nefna að öðrum ólöstuðum Tryggva Hübner á gítar og Ellen Kristjánsdóttur er söng bakrödd í tveim lagana. Röddun hennar í laginu Kossar án vara gerir Ellen að stóru nafni á þessari plötu.

Kúbuplatan eins og hún er gjarnan nefnd fékk titilinn Von er hún kom á markað í lok nóvember. Hún er ekki aðein tákn tímamóta í íslenskri útgáfusögu, heldur Kúbanskri tónlistarsögu einnig. Þar höfðu ekki margir vestrænir tónlistarmenn komið í þeim tilgangi að hljóðrita plötu í þau ár sem liðin voru frá því Bandaríkjamenn lokuðu landamærum sínum og settu viðskiptabann á landið. Bubbi er líklega með fyrstu vestrænu tónlistarmönnunum til að taka upp plötu í nær 34 ár. Og örugglega fyrstur Skandinavískra tónlistarmanna til þess. Í kjölfar Bubba komu síðan menn á borð við Paul Simon og áðurnefndur Tómas R. Einarsson sem síðan þá hefur gefið af sér nokkrar frábærar plötur með tónlist ætttengdri Kúbverskri tónlistarhefð og vann hann allavega tvær þær á Kúbu með þarlendum tónlistarmönnum. Til að fylgja eftir plötunni Von fékk Bubbi Kúbversku sveitina hingað til lands sem lék á tvennum tónleikum á Hótel Íslandi (sem nú er Brodway) auk þess sem sveiti hélt einnig tónleika á landsbyggðinni m.a. á Akureyri.

Til gamans má svo geta þess að í desember þetta ár þ.e. 1992 var viðmiðunarreglum varðandi afhendingu gullplatna breytt. Þær hækkaðar úr 3000 seldum eintökum í 5000 eintök og varð platan Von fyrst íslenskra platna til að hljóta gullplötu samkvæmt þessum nýju viðmiðunarreglum. Platan gerði það gott á sölulistum og sat í heiwlar 15 vikur samfleitt á topp 10 yfir söluhæstu plötur landsins.Þó Sierra Master gefi Von þennan seiðandi suðræna blæ eru einkenni Bubba þó hvarvetna alsráðandi. Hann nær með ótrúlegri og lagni að sveiga þessa sterku og taktföstu tónlistina að sínum áhrifum. Þrátt fyrir að tónlistin sé full af sól eru textarnir tregablandnir sé notað eitthvert eitt orð yfir þá. Þetta má vel heyra í minningarljóðunum tveim: Þínir löngu grönnu fingur og Ég minnist þín. Bubbi lokar þessari plötu á lagi sem ekki hafði komist inn á Sögur af landi; Brunnurinn okkar, sem undirstrikar vel að gagnrýnin í textum Bubbi er sterk sem fyrr. Og fleiri lög í þeim anda má finna á plötunni.

Framhlið umslagsins prýðir mynd eftir Tolla sem lýsir innihaldinu vel. Og til gaman skoðið myndina vel og segið mér hvort er stúlkan sé í fötum eða ekki? Á kápuumslagi þessarar plötu stendur skrifað: Tónlistin á sér engin landamæri og skylda hvers manns er að leita sannleikans í list sinni. Loks má geta þess að þetta var fyrsta sólóplata Bubba sem aðeins var gefin út á CD en kom ekki út á Vinýl. Þessi plata átti síðar eftir að valda þrætum milli Bubba og útgefendans Steinars Berg, en það er allt önnur saga.


Bárður Örn Bárðarson fyrir bubbi.is í maí 2010

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.