Lag og texti: Bubbi Morthens
Það er til þjóð
sem trúir á blóð
og bölvun Guðs
sé dásemdarpakki.
Hún slítur hjörtun
úr brjóstum barna
Segir að þar sé að finna
hinn illa kjarna
að Palestína
sé eins og óður rakki.
Það er til þjóð
sem dýrkar blóð.
Sverta minnigu milljóna manna
með Guðorðið milli hvítra tanna.
Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn
illska þeirra er hrein og sönn.
Grímulaus viðbjóður með risanna að baki
og lítið barn í blóðugu laki
Það er til þjóð
sem trúir á blóð
Það er til þjóð
sem trúir á blóð.
Og hún sekkur djúpt í pittinn rauða
hún andar frá sér fúlum dauða.
Við stoppum þegar sá seinasti verður felldur
við hættum þegar seinasti krossinn verður seldur.
Það er til þjóð
sem trúir á blóð
Það er til þjóð
sem trúir á blóð.
Athugasemd
Flutt í Færibandinu á Rás tvö 12. janúar 2009, Lagið hafði áður verið flutt á fundi Samtaka um Palistínu en lagið var samið sérstaklega fyrir þá uppákomu.