Lag og texti: Bubbi Morthens
Þau misstu bæði vinnuna
veröldin hrá og grimm
læddist inn um gluggann
þá var nóttin ennþá dimm.
Skömmin á milli þeirra
eitt bak getur orðið kallt.
og hugsanir í myrkri vafra
og skilja spor út um allt.
Eiga þrjú börn í gunnskóla
á krónukrípið stóla
sem grefur þeim djúpa holu
og hjartað breytist í rolu.
Hann situr skoðar myndir
hún grætur í koddann sinn
börnin vaka skynja óttann
sem læðist til þeirra inn.
Hann situr skoðar myndir
hún hvíslar Mamma mín
Hann lokar sig inni
hún hrópar ástin mín.
Eiga þrjú börn í gunnskóla
á krónukrípið stóla
sem grefur þeim djúpa holu
og hjartað breytist í rolu.
Athugasemd
Flutt í Færibandinu 23. febrúar 2009, Lagið lom síðar út með breyttum texta á plötu Egósins 6. október og þar heitir það Hrunið (Skömmin sefur á milli þeirra)