Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Grein um Lífið er ljúft

Óður til hamingjunnar
Bubbi Morthens hamparfjölskyldulífinu á nýrri plötu

Bubbi segist hafa gengið með hugmynd að nýju plötunni í þrjú ár.
Mynd: DV / Sigurður Sverrisson

Lífið er ljúft er heiti nýjustu plötu Bubba Morthens og er sá titill lýsandi fyrir stemninguna sem platan býður upp á. Bubbi veltir upp bjórtu hliðunum á tilverunni og hvílir að mestu spjótin sem hann hefur beint að ráðandi öflum í þessu landi í gegnum árin.

Bubbi segist hafa gengið með hugmynd að nýju plötunni í þrjú ár en ekki  framkvæmt hana fyrr en nú þegar hún var fullmótuð. „Fyrsta hugmynd er bara skissa," segir Bubbi og bætir við. „Það er alltaf nauðsynlegt að gefa hugmynd tima til að þroskast hversu góð sem hún er. Ef hugmynd er gefn tími hleður hún smám saman utan á sig þannig að á endanum er hægt að fara að vinna hana. Þannig varð þessi plata til. Hugmyndirnar eru allt að því þriggja ára gamlar en lögin öll samin á sex vikna tímabili í vor.

- Hvernig varð hugmyndin að plötunni til?
„Menn hafa sífellt verið að koma til mín og kvabba um Konu-plötuna. Viðkomandi segja hana mína bestu plötu sem gleður mig að heyra en ég get alls ekki verið sammála. Mér hefur einnig fundist það leiðinlegt fyrir konuna mína að hafa þurft að sitja undir því að plata um fyrrverandi konu væri mín besta.

Kona var gerð þegar ég stóð í skilnaði og hún er hlaðin sjálfsvorkunn. Lifið er ljúft gerði ég hins vegar til heiðurs hjónabandinu og konu minni  sem hefur kennt mér að meta fjölskyldulífið. Það hjálpaði mér við gerð nýju plötunnar að geta leitað í smiðjur listamanna sem hafa tileinkað plötur eiginkonum sínum og ástinni. John Lennon samdi ófá lögin til Yoko Ono og Bob Dylan gerði tvær plötur þar sem hann syngur til konu sinnar. Desire sem er ástarjátning og Blood on the Tracks sem er skilnaðarplata. Eftir að hafa hlustað á þessa kappa vissi ég hvaða leið ég vildi fara án þess að falla í þá gryfju að apa eftir."

Börnin losa menn undan helsi egósins

- Þú ert þá búin að gera nýja konu plötu en um aðra konu?
„Menn geta orðað þetta hvemig sem þeir vilja en ég vil halda allri samlíkingu við Konu-plötuna í lámarki því að mér finnst plöturnar það ólíkar. Lífið er ljúft er miklu þroskaðra verk enda hef ég breyst mikið á þeim sjö árum sem liðin eru frá því Kona kom út."

- Fjölskyldulifið er líklega það sem hefur breytt þér mest?

„ Já, á því er ekki nokkur vafi. Bara það að giftast án þess að eignast börn breytir manni, setur skorður og lokar kannsku einhverjum dyrum. Ég segi hins vegar að hjónabandið sé frelsi en ekki helsi eins og margir vilja vera láta. Það er misjafnt hvar menn leita hamihgjunnar, sumir finna hana í trúnni, aðrir í eiturlyfjum og svo mætti lengi telja. Ég segi að hamingja sé hugarástand sem byrjar með brosi. Að eiga konu og börn gefur mér ástæðu til að brosa og ég finn fyrir frelsinu inni í mér. Ég hafði hamskipti innra með mér þegar ég varð pabbi, ég sá lifið út frá nýjum forsendum og gildismatið breyttist. Börnin losa menn undan helsi egósins. Tilfmningin sem við köllum ást víkkar út í hið óendanlega við að eignast barn og það veitir frelsi því athafnasvæði ástarinnar einskorðast þá ekki lengur við eigin nafla. Þetta eru þær tilfinningar sem ég hef verið að upplifa fyrst á allra síðustu árum og þeim reyni ég að skila á þessari nýju plötu," segir Bubbi um leið og hann hallar sér ánægður aftur í stólinn.

- Tónlistarlega býður Lífið er ljúft upp á ýmislegt sem þú hefur ekki fengist við áður, kántrí og kreólatónlist til dæmis. Kom það af sjálfu sér að þú fórst inn á þessar brautir eða hefur þetta legið í loftinu?
„Áhrif frá Bandaríkjunum og bandarískri tónlist hafa verið mjög áberandi á mínum plötum. Ég hef gaman af kántrítónlist sem heldur sig innan marka þess sem menn á borð við Hank Williams voru að gera. Mikið af þeirri kántrítónlist sem heyrist í dag er hroðaleg og er í raun að eyðileggja orðstír þessarar tónlistarstefnu enda hafa menn verið óragir við að hella miklum glassúr í vinsældakántríinu. Kántrí er merkileg tónlist í eðli sínu en vandmeðfarin. Hillbilliesband, sem brilleraði í Kananum þegar ég var polli, kveikti áhuga minn á kreólatónlist. Ég man að sveitin var svo framandi fyrir mig þá að hún hefði getað verið frá annarri reikistjörnu. Fyrir utan banjó og fiðlu spilaði sveitin á þvottabretti, blés í kúta og lék á spýtu með streng. Þetta liktist ekki neinu sem ég hafði heyrt eða séð. Síðan hefur mig langað að sinna þessari tónlist og hver veit nema að ég geri það betur síðar."

- Þú notar píanó mikið á Lífið er ljúft.

„Ég hef aldrei notað píanó áður á mínum plötum en á þessari gengur það sem rauður þráður. Það var í og með gert til að milda kántríáhrifin og einnig til að gefa plötunni þann ljúfa blæ sem efninu sæmir," segir Bubbi Morthens ánægður með sína nýjustu afurð.


DV 20 október 1993 -SMS ©DV (uppsetning: Bárður Ö. Bárðarson, fyrir bubbi.is)

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.