Lag og texti: Bubbi Morthens
Ástin getur orðið háskaleikur
áður en þú veist ertu logandi sál.
Af ást getur margur maður orðið veikur
Þér er fórnað fleygt á bál.
Því að ást ást ást
er háskaleikur.
Ef þú tapar feldu þín tár.
Því að ást ást ást
er grimmur leikur
Ástin skilur alltaf eftir sár.
Muntu elska mig líka á morgun
þegar máninn fölur horfir á.
Fullkominn koss væri borgun
Segðu ekki nei segðu já.
Því að ást ást ást
er háskaleikur.
Þó þú tapir feldu þín tár
Því að ást ást ást
er grimmur leikur
Ástin skilur alltaf eftir sár.
Vinsældalistar
21.7.2011 - Lagalistinn (11. vikur á topp 30, hæst 1. sæti)
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.


_0x90.jpg)


