Lag og texti: Bubbi Morthens
Hár þitt er nóttin þykkt og hlýtt.
Dökkur draumur handa minna
mjúkar varir rauðar sem blóm
Í brosinu var ástina að finna.
Nýfædd dögun hvíslaði
hvítum orðum í eyru mín.
Tær eins og áin svöl og hrein.
Vonarstjarna á veg minn skín.
Vitund þín við vatnið
vatnið eins og gler.
Andardráttur guðs um dalinn fer.
Fyrir líf hennar drottinn ég þakka þér.
Eyðum ekki dögunum í að dvelja við það
dvelja við hið ómögulega.
Það sem er liðið, liðið er.
Lifðu í núinu án trega.
Vitund þín við vatnið
vatnið eins og gler.
Andardráttur guðs um dalinn fer.
Fyrir ástina drottinn ég þakka þér.
Vitund þín við vatnið
vatnið eins og gler.
Andardráttur guðs um dalinn fer.
Fyrir ástina drottinn ég þakka þér
fyrir ást þína stelpa ég þakka þér.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum