Lag og texti: Berndsen
Úlfur úlfur gefðu mér ráð
í fjarlægri borg, ég hef fundið mér bráð.
Útgrátin sjáöld, lokuð og smeyk (um)
Blóðþrútin augun virðist sýn mín svo bleik.
Systir systir gefðu mér ráð
skorðuð í hjarta mínu er falin bráð
hún skildi mig eftir sem afskorið blóm
alein hún mætir fyrir eigin dóm.
Siglum! Siglum um heimsins
voldugu höf!
á kinnum köldum
aldan segir til nafns
við stefnum á ystu nöf
í þetta sinn við.
Máni máni gefðu mér ráð
leið mín til vegferðar er þyrnum stráð
í dimmu stræti læt ég tímann líða
mér leiðist aldrei að þurfa að bíða.
Bróðir bróðir, gefðu mér ráð
í fátækum heimi þjóðin er þjáð (á)
vogarskál vandans allir þurfað leggja lóð
í kjölfar fjöru kemur flóð, í þetta sinn við.
Siglum! Siglum um heimsins
voldugu höf!
á kinnum köldum
aldan segir til nafns
við stefnum á ystu nöf
í þetta sinn við.
Vinsældalistar
ATH
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





