Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Þorpið

Lag og texti: Bubbi Morthens

Bubbi - Þorpið (2012)
Þorpið (2012)

Þorpið er hér ennþá en frystihúsið fór í gær
Fór án þess að kveðja með sínar vélar og rær
Bryggjan bátavana kvótinn minning ein
Í fjörunni leyfar af bát, fuglar og bein
Unga fólkið er fyrir sunnan að dreyma
Gamla fólkið situr eftir heima
Minningar útá fjörðinn streyma
Þorpið er að þurrkast út

Þar sem malbikið er, grasið teygir sig uppúr
Fjallahringurinn er orðinn einskonar múr
Part úr vetri nær sólin aldrei að skína
Á fjörðinn og ljósið er vart sjánleg lína
Unga fólkið er fyrir sunnan að vinna
Gamla fólkið varð eftir með nál og tvinna
Útá firði er enga drauma að finna
Þorpið er að þurrkast út

Húsin kosta nokkrar dánar krónur
Kannski er hægt að rækta úr þeim feitar jónur
Leiksólinn geymir bergmál hrópandi barna
Sem í borginni segja ég fæddist þarna
Sem ekkert ungt fólk finnst lengur
Bara gamalt lið og naktar fánastengur
Á landi er víst enginn happafengur
Þorpið er að þurrkast út

Bankakerfið fyrir sunnan féll með látum
En fimmtá árum fyrr hjá okkur útaf bátum
Sem voru keyptir og kvótinn seldur suður
Þar sem bankamenn átu gullhúðaðar kruður
Unga fólkið fór suður til að dreyma
Um gullið sem enginn átti heima
Og gammar yfir gömlu fólki sveima
Þorpið er að þurrkast út

Fjöllin þau standa, stara útá fjörðinn
Þorpið er að sökkva hægt oní svörðinn
En ég ætla að reyna rembast eitthvað lengur
Því konan mín er ólétt, það er sagt víst drengur
Hér vil ég vera hér á ég heima
En tækifærin virðast burtu streyma
Það er ekkert rangt við það að dreyma
Að þorpið mitt það hjarni við

Hér vil ég vera hér á ég heima
En tækifærin burtu bara streyma
Það er ekkert rangt við það að dreyma
Að þorpið mitt það hjarni við.


Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

 

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.