Lag og texti: Bubbi Morthens
Sumarið sem þeir drápu drauminn
drauminn um að allt yrði óbreytt
Ég man sólin söng blómunum lag
dag eftir dag var of heitt
 
Sumarið sem konan fékk kjarkinn
konan fór með börnin í skjól
Pabbi hvarf með flösku í hendi
Þetta sumar fékk ég nýtt hjól
 
Þeir sögðu: Lífið verður aftur eins
Sakleysið verður óspillt
Flugvélar dauðans voru á lofti
Og veröldin virtist orðin tryllt
 
Sumarið sem þeir drápu draumin
Dylan þráði fjölskyldufrið
Sumarið sem vonin vaknaði
opnaði öll sín hlið
opnaði mér sín hlið
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
                                        
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                    
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
        



