Lag og texti: Bubbi Morthens
Sumarið sem þeir drápu drauminn
drauminn um að allt yrði óbreytt
Ég man sólin söng blómunum lag
dag eftir dag var of heitt
Sumarið sem konan fékk kjarkinn
konan fór með börnin í skjól
Pabbi hvarf með flösku í hendi
Þetta sumar fékk ég nýtt hjól
Þeir sögðu: Lífið verður aftur eins
Sakleysið verður óspillt
Flugvélar dauðans voru á lofti
Og veröldin virtist orðin tryllt
Sumarið sem þeir drápu draumin
Dylan þráði fjölskyldufrið
Sumarið sem vonin vaknaði
opnaði öll sín hlið
opnaði mér sín hlið
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum