Lag og texti: Bubbi Morthens
Sjoppunni var lokað fyrir löngu síðan
Lítið að gerast en blessuð blíðan
bjargar deginum í dag
Æðarkollan þarf að díla við kvíðann
Kannski er bara svo langt síðan að
fjörðurinn flutti henni lag
 
Ryðgaður kompás, kassi á floti
Köttur að mjálma í dimmu skoti
og bergmálið svarar: Halló
Öll húsin virðast vera í roti
Hér sést enginn þingmaður í framapoti
Jafnvel örlögin virðast hafa fengið nóg
 
Það er ekkert að
Það er ekkert að
sagði presturinn
í sinni tómu kirkju og bað
 
Bílar framhjá hér bruna en stoppa aldrei
Börnin í gluggunum hrópa öll: Vei
Hamborgarinn fór héðan fyrstur
Hér hefur ekki sést í áratugi ungmey
hvað þá heyrst í myrkri eitt lítið nei
Enginn ungur maður verið fyrstur
Það er ekkert að
Það er ekkert að
sagði presturinn
í sinni tómu kirkju og bað
 
Yfir plássinu hangir sólin syfjuð
sest á hafið, virkar pínu lyfjuð
Hún man tímana tvenna
Frjálshyggjan kom til þeira klyfjuð
græðgin var bara rétt byrjuð
Blessaðar sálirnar að brenna
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
                                        
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                    
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
        



