Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég sá ekki hvað þetta var
fyrr en þú gekkst hlæjandi inn
Undir koddanum, flaskan var þar
líkkistan var beðurinn minn
 
Ég sá aldrei sólina skína
Ég fann samt kossinn þinn
Sjálfum mér búinn að týna
og horfinn var skugginn minn
Röddin hvíslaði: Ekki líta við
Ég man þessa köldu bið
Er þetta allt
Er þetta allt
Drepast hundrað sinnum
þúsundfalt
 
Hamingjan á bragðið sæt
brosið þitt undur blítt
Þegar flaskan er tóm ég læt
aðra í fangið og byrja upp á nýtt
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
                                        
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                    
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
        



