Lag og texti: Bubbi Morthens
Það er kona í blokkinni þar sem ég bý
bloggar fram á rauða nótt
Yfir gaurnum hennar hangir grátt ský
Hann á páfagauk með hettusótt
Þau standa í stigaganginum
stundum þegar ég kem heim
haldandi í rófuna á kettinum
öskra með þýskum hreim
Þú ert útrásarmella
bankaskella
vinur þinn heitir Geir
Ég fer niður hnén og ég öskra og æpi
Ó Jenný, ekki blogga meir
Þessi kona í blokkinni þar sem ég bý
bloggar um forsetann og frú
Ég þrái ekkert heitar en að komast í frí
en hún hvæsir: Næstur verður þú
Þau standa í stigaganginum
stjörf þegar ég kem heim
tyggjandi rófuna á kettinum
öskra með úldnum hreim
Þú ert útrásarmella
bankaskella
vinur þinn heitir Geir
Ég fer niður á hnén og ég öskra og æpi
Ó Jenný, ekki blogga meir.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





