Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Rómeó og Júlía

 

Bubbi - Kona
Kona 1985

Lag og texti: Bubbi Morthens 

Uppi í risinu sérðu lítið ljós
heit hjörtu, fölnuð rós.
Matarleifar, bogin skeið
undan oddinum samviskan sveið.

Þau trúðu á draumamyrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau.
Fingurnir gældu við stálið kalt
lífsvökvann dælan saug.

Draumarnir langir runnu í eitt
dofin þau fylgdu með
sprautan varð lífið, með henni gátu breytt
því sem átti eftir að ske.

Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef
óttann þræddu upp á þráð.
Ekkert gat skeð því það var ekkert ef
ef vel var að gáð.

Hittust á laun, léku í friði og ró,
í skugganum sat Talía.
Hvítir hestar drógu vagninn með Rómeó,
við hlið hans sat Júlía.

Trúðu á draumamyrkrið svalt
draumarnir tilbáðu þau.
Rómeó - Júlía
Rómeó - Júlía.

Þegar kaldir vindar haustsins blása
naprir um göturnar,
sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása
í von um líf í æðarnar.

Því Rómeó villtist inn á annað svið
hans hlutverk gekk ekki þar.
Of stór skammtur stytti þá bið
inni á klósetti á óþekktum bar.

Hittust á laun , léku í friði ...


Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum


Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum

Athugasemd:

Friðrik Ómar og Jogvan Hansen syngja saman á kynningarútgáfunni sem gerð var fyrir útvarp á Íslensku og Færeysku. Á plötunni Vinarlög syngur Jogvan lagið einn á Færeysku. Þýðinguna gerði Bogi Godtfred.

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.