4. janúar 1993 tilkynnti Bubbi forráðamönnum útgáfufyrirtækisins Steinari hf að hann vildi slíta samstarfi sínu við útgáfuna. DV birti frétt þess efnis 14. janúar. 15. janúar skýrir DV svo frá því að Bubbi eigi í viðræðum við Skífuna um útgáfusamning. Svo virðist sem sagan endurtaki sig þar sem þetta var í annað sinn sem Bubbi sleit samningi við útgáfuna. Það gerði hann og 1984. Sem og þá spunnust um þetta talsverð blaðaskrif og þá mættu þeir Bubbi og Steinar í útvarpsþætti til að skýra hvor sína hlið málsins. Allt virtist stefna í málaferli vegna þessa þar sem Steinar hf. taldi Bubbi skulda útgáfunni uppfyllingu samningsins til að geta sagt honum upp. Þar á meðal enska útgáfu Kúbuplötunnar Von. Bubbi var þessu ósammála og taldi fyrirtækið skulda sér peninga m.a. í formi stefgjalda.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.






Apríl 1992 Bubbi heldur til Kúbu til plötuupptöku. Þetta er ekki aðeins einstakur viðburður hér á íslandi, því Bubbi varð fyrsti vestræni tónlistarmaðurinn til að hljóðrita plötu á Kúbu frá því Bandaríkin settu viðskiptabann á landið 1961. Með Bubba í þessari för voru Gulli Briem trommuleikari og Eyþór Gunnarsson í hlutverki útsetjara. Reyndar á Tómas R. Einarsson heiðurinn að því að Kúba varð fyrir valinu. Bubbi sem hafði lengi haft hug á að taka upp suðurameríska tónlist utan íslands var með Brasilíu í huga er hann viðraði hugmyndir sínar við Tómas sem þá stakk upp á Kúbu sem varð svo fyrir valinu. Á myndinni má sjá Bubba í upptökuhljóðverinu á Kúbu.